Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Jenni Hermoso í Madrid í dag, á leiðinni að fara að bera vitni í málinu gegn Luis Rubiales. Getty/Alberto Ortega Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso mætti Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, fyrir rétti í Madrid í dag og lýsti þar upplifun sinni af því þegar Rubiales kyssti hana á munninn gegn hennar vilja. Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira