Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Jenni Hermoso í Madrid í dag, á leiðinni að fara að bera vitni í málinu gegn Luis Rubiales. Getty/Alberto Ortega Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso mætti Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, fyrir rétti í Madrid í dag og lýsti þar upplifun sinni af því þegar Rubiales kyssti hana á munninn gegn hennar vilja. Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira