Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 22:09 Sigurjón segir að hagsmunir hans vegna handfærabáts í hans eigu séu óverulegir. Vísir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði í gær að siðareglur fyrir alþingismenn hindruðu aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Siðareglurnar hafi áhrif á hæfi hans til að fjalla um einstök mál eins og strandveiðar, en ekki hæfi hans til að sitja sem formaður. Þá hefur verið greint frá því að ekki hafi verið greint frá strandveiðum Sigurjóns í hagsmunaskráningu þingmanna frá árinu 2023. Hagsmunaskráningin var fyllt út þegar Sigurjón tók sæti sem varaþingmaður, en hann segir að hann hafi ekki farið á veiðar það árið, og því sé ekkert rangt í hagsmunaskráningunni. Úlfaldi gerður úr mýflugu Sigurjón segir að þegar menn líti á tekjurnar af strandveiðum hans, sjái menn að hagsmunirnir séu óverulegir. Viðskiptamódel hans hafi fyrst og fremst verið að eiga fyrir kostnaðinum við rekstur bátsins. „Þannig það er verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann. „Þetta eru það miklu minni hagsmunir og miklu minni tekjur sem ég hef nokkurn tímann haft af þessu en öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og þetta er bara algjörlega óverulegt. Þetta snýst um almenn lög fyrir alla landsmenn, en ekki eitthvað sem bara ég mun fá,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að ályktanir hafi verið gefnar út í sambærilegum málum og hans, og þar hafi verið komist að því að þetta væru óverulegir hagsmunir. „Jafnvel bændur geta verið formenn atvinnuveganefnda, þeir eru stöðugt að fjalla um sín mál. Og mega eldri borgarar þá ekki fjalla um lífeyrismál?“ segir hann. Lilja Rafney Magnúsdóttir var formaður atvinnuveganefndar Alþingis kjörtímabilið 2017 - 2021, en eiginmaður hennar rekur strandveiðibát á Suðureyri. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstri grænum í fyrra þegar flokkurinn samþykkti frumvarp um kvótasetningu grásleppunnar. Hún bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í nýafstöðnum kosningum og hlaut kjör. Þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta í veiðarnar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að bæta í strandveiðarnar og tryggja 48 daga veiðitímabil á hverju sumri. Síðastliðin ár hafa veiðar verið stöðvaðar þegar heildarpottur strandveiðikvótans, um 10 þúsund tonn, er kláraður, og hefur það iðulega gerst um miðjan júlí. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum og ekkert liggur fyrir um hvaðan kvótinn eigi að koma. Sigurjón Þórðarson hefur sterkar persónulegar skoðanir á stjórn fiskveiða, en hann telur þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða allt kerfið og bæta verulega í fiskveiðar. „Við erum að veiða núna árið 2025, ríflega 120 þúsund tonn, en við veiddum 60 prósent meira árið 1925 fyrir hundrað árum síðan. Þannig menn geta alveg lagst rólegir á koddan hjá Morgunblaðinu þótt menn fái að veiða nokkra þorska hér hringinn í kringum landið,“ segir hann. „Ég held það sé þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta verulega í veiðarnar.“ Hann segir að ekki liggi fyrir að ráðast í slíkar róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á komandi kjörtímabili, en hann vonist til þess að ná fram jákvæðri umræðu. „Ég held að sú umræða þurfi að dýpka. Ég held það sjái það flestir að þetta er ekki að ganga upp,“ segir Sigurjón. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði Sigurjón ekki vanhæfan til að leiða nefndina heldur til að fjalla um strandveiðar vegna hagsmuna sinna. Fjallað er um það í annarri frétt hér. Fréttin hefur verið uppfærð 3.2.2025 klukkan 08:48. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Strandveiðar Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði í gær að siðareglur fyrir alþingismenn hindruðu aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Siðareglurnar hafi áhrif á hæfi hans til að fjalla um einstök mál eins og strandveiðar, en ekki hæfi hans til að sitja sem formaður. Þá hefur verið greint frá því að ekki hafi verið greint frá strandveiðum Sigurjóns í hagsmunaskráningu þingmanna frá árinu 2023. Hagsmunaskráningin var fyllt út þegar Sigurjón tók sæti sem varaþingmaður, en hann segir að hann hafi ekki farið á veiðar það árið, og því sé ekkert rangt í hagsmunaskráningunni. Úlfaldi gerður úr mýflugu Sigurjón segir að þegar menn líti á tekjurnar af strandveiðum hans, sjái menn að hagsmunirnir séu óverulegir. Viðskiptamódel hans hafi fyrst og fremst verið að eiga fyrir kostnaðinum við rekstur bátsins. „Þannig það er verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann. „Þetta eru það miklu minni hagsmunir og miklu minni tekjur sem ég hef nokkurn tímann haft af þessu en öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og þetta er bara algjörlega óverulegt. Þetta snýst um almenn lög fyrir alla landsmenn, en ekki eitthvað sem bara ég mun fá,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að ályktanir hafi verið gefnar út í sambærilegum málum og hans, og þar hafi verið komist að því að þetta væru óverulegir hagsmunir. „Jafnvel bændur geta verið formenn atvinnuveganefnda, þeir eru stöðugt að fjalla um sín mál. Og mega eldri borgarar þá ekki fjalla um lífeyrismál?“ segir hann. Lilja Rafney Magnúsdóttir var formaður atvinnuveganefndar Alþingis kjörtímabilið 2017 - 2021, en eiginmaður hennar rekur strandveiðibát á Suðureyri. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstri grænum í fyrra þegar flokkurinn samþykkti frumvarp um kvótasetningu grásleppunnar. Hún bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í nýafstöðnum kosningum og hlaut kjör. Þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta í veiðarnar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að bæta í strandveiðarnar og tryggja 48 daga veiðitímabil á hverju sumri. Síðastliðin ár hafa veiðar verið stöðvaðar þegar heildarpottur strandveiðikvótans, um 10 þúsund tonn, er kláraður, og hefur það iðulega gerst um miðjan júlí. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum og ekkert liggur fyrir um hvaðan kvótinn eigi að koma. Sigurjón Þórðarson hefur sterkar persónulegar skoðanir á stjórn fiskveiða, en hann telur þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða allt kerfið og bæta verulega í fiskveiðar. „Við erum að veiða núna árið 2025, ríflega 120 þúsund tonn, en við veiddum 60 prósent meira árið 1925 fyrir hundrað árum síðan. Þannig menn geta alveg lagst rólegir á koddan hjá Morgunblaðinu þótt menn fái að veiða nokkra þorska hér hringinn í kringum landið,“ segir hann. „Ég held það sé þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta verulega í veiðarnar.“ Hann segir að ekki liggi fyrir að ráðast í slíkar róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á komandi kjörtímabili, en hann vonist til þess að ná fram jákvæðri umræðu. „Ég held að sú umræða þurfi að dýpka. Ég held það sjái það flestir að þetta er ekki að ganga upp,“ segir Sigurjón. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði Sigurjón ekki vanhæfan til að leiða nefndina heldur til að fjalla um strandveiðar vegna hagsmuna sinna. Fjallað er um það í annarri frétt hér. Fréttin hefur verið uppfærð 3.2.2025 klukkan 08:48.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Strandveiðar Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira