Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 22:09 Sigurjón segir að hagsmunir hans vegna handfærabáts í hans eigu séu óverulegir. Vísir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði í gær að siðareglur fyrir alþingismenn hindruðu aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Siðareglurnar hafi áhrif á hæfi hans til að fjalla um einstök mál eins og strandveiðar, en ekki hæfi hans til að sitja sem formaður. Þá hefur verið greint frá því að ekki hafi verið greint frá strandveiðum Sigurjóns í hagsmunaskráningu þingmanna frá árinu 2023. Hagsmunaskráningin var fyllt út þegar Sigurjón tók sæti sem varaþingmaður, en hann segir að hann hafi ekki farið á veiðar það árið, og því sé ekkert rangt í hagsmunaskráningunni. Úlfaldi gerður úr mýflugu Sigurjón segir að þegar menn líti á tekjurnar af strandveiðum hans, sjái menn að hagsmunirnir séu óverulegir. Viðskiptamódel hans hafi fyrst og fremst verið að eiga fyrir kostnaðinum við rekstur bátsins. „Þannig það er verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann. „Þetta eru það miklu minni hagsmunir og miklu minni tekjur sem ég hef nokkurn tímann haft af þessu en öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og þetta er bara algjörlega óverulegt. Þetta snýst um almenn lög fyrir alla landsmenn, en ekki eitthvað sem bara ég mun fá,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að ályktanir hafi verið gefnar út í sambærilegum málum og hans, og þar hafi verið komist að því að þetta væru óverulegir hagsmunir. „Jafnvel bændur geta verið formenn atvinnuveganefnda, þeir eru stöðugt að fjalla um sín mál. Og mega eldri borgarar þá ekki fjalla um lífeyrismál?“ segir hann. Lilja Rafney Magnúsdóttir var formaður atvinnuveganefndar Alþingis kjörtímabilið 2017 - 2021, en eiginmaður hennar rekur strandveiðibát á Suðureyri. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstri grænum í fyrra þegar flokkurinn samþykkti frumvarp um kvótasetningu grásleppunnar. Hún bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í nýafstöðnum kosningum og hlaut kjör. Þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta í veiðarnar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að bæta í strandveiðarnar og tryggja 48 daga veiðitímabil á hverju sumri. Síðastliðin ár hafa veiðar verið stöðvaðar þegar heildarpottur strandveiðikvótans, um 10 þúsund tonn, er kláraður, og hefur það iðulega gerst um miðjan júlí. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum og ekkert liggur fyrir um hvaðan kvótinn eigi að koma. Sigurjón Þórðarson hefur sterkar persónulegar skoðanir á stjórn fiskveiða, en hann telur þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða allt kerfið og bæta verulega í fiskveiðar. „Við erum að veiða núna árið 2025, ríflega 120 þúsund tonn, en við veiddum 60 prósent meira árið 1925 fyrir hundrað árum síðan. Þannig menn geta alveg lagst rólegir á koddan hjá Morgunblaðinu þótt menn fái að veiða nokkra þorska hér hringinn í kringum landið,“ segir hann. „Ég held það sé þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta verulega í veiðarnar.“ Hann segir að ekki liggi fyrir að ráðast í slíkar róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á komandi kjörtímabili, en hann vonist til þess að ná fram jákvæðri umræðu. „Ég held að sú umræða þurfi að dýpka. Ég held það sjái það flestir að þetta er ekki að ganga upp,“ segir Sigurjón. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði Sigurjón ekki vanhæfan til að leiða nefndina heldur til að fjalla um strandveiðar vegna hagsmuna sinna. Fjallað er um það í annarri frétt hér. Fréttin hefur verið uppfærð 3.2.2025 klukkan 08:48. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Strandveiðar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði í gær að siðareglur fyrir alþingismenn hindruðu aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Siðareglurnar hafi áhrif á hæfi hans til að fjalla um einstök mál eins og strandveiðar, en ekki hæfi hans til að sitja sem formaður. Þá hefur verið greint frá því að ekki hafi verið greint frá strandveiðum Sigurjóns í hagsmunaskráningu þingmanna frá árinu 2023. Hagsmunaskráningin var fyllt út þegar Sigurjón tók sæti sem varaþingmaður, en hann segir að hann hafi ekki farið á veiðar það árið, og því sé ekkert rangt í hagsmunaskráningunni. Úlfaldi gerður úr mýflugu Sigurjón segir að þegar menn líti á tekjurnar af strandveiðum hans, sjái menn að hagsmunirnir séu óverulegir. Viðskiptamódel hans hafi fyrst og fremst verið að eiga fyrir kostnaðinum við rekstur bátsins. „Þannig það er verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann. „Þetta eru það miklu minni hagsmunir og miklu minni tekjur sem ég hef nokkurn tímann haft af þessu en öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og þetta er bara algjörlega óverulegt. Þetta snýst um almenn lög fyrir alla landsmenn, en ekki eitthvað sem bara ég mun fá,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að ályktanir hafi verið gefnar út í sambærilegum málum og hans, og þar hafi verið komist að því að þetta væru óverulegir hagsmunir. „Jafnvel bændur geta verið formenn atvinnuveganefnda, þeir eru stöðugt að fjalla um sín mál. Og mega eldri borgarar þá ekki fjalla um lífeyrismál?“ segir hann. Lilja Rafney Magnúsdóttir var formaður atvinnuveganefndar Alþingis kjörtímabilið 2017 - 2021, en eiginmaður hennar rekur strandveiðibát á Suðureyri. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstri grænum í fyrra þegar flokkurinn samþykkti frumvarp um kvótasetningu grásleppunnar. Hún bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í nýafstöðnum kosningum og hlaut kjör. Þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta í veiðarnar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að bæta í strandveiðarnar og tryggja 48 daga veiðitímabil á hverju sumri. Síðastliðin ár hafa veiðar verið stöðvaðar þegar heildarpottur strandveiðikvótans, um 10 þúsund tonn, er kláraður, og hefur það iðulega gerst um miðjan júlí. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum og ekkert liggur fyrir um hvaðan kvótinn eigi að koma. Sigurjón Þórðarson hefur sterkar persónulegar skoðanir á stjórn fiskveiða, en hann telur þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða allt kerfið og bæta verulega í fiskveiðar. „Við erum að veiða núna árið 2025, ríflega 120 þúsund tonn, en við veiddum 60 prósent meira árið 1925 fyrir hundrað árum síðan. Þannig menn geta alveg lagst rólegir á koddan hjá Morgunblaðinu þótt menn fái að veiða nokkra þorska hér hringinn í kringum landið,“ segir hann. „Ég held það sé þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta verulega í veiðarnar.“ Hann segir að ekki liggi fyrir að ráðast í slíkar róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á komandi kjörtímabili, en hann vonist til þess að ná fram jákvæðri umræðu. „Ég held að sú umræða þurfi að dýpka. Ég held það sjái það flestir að þetta er ekki að ganga upp,“ segir Sigurjón. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði Sigurjón ekki vanhæfan til að leiða nefndina heldur til að fjalla um strandveiðar vegna hagsmuna sinna. Fjallað er um það í annarri frétt hér. Fréttin hefur verið uppfærð 3.2.2025 klukkan 08:48.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Strandveiðar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira