Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 22:09 Sigurjón segir að hagsmunir hans vegna handfærabáts í hans eigu séu óverulegir. Vísir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði í gær að siðareglur fyrir alþingismenn hindruðu aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Siðareglurnar hafi áhrif á hæfi hans til að fjalla um einstök mál eins og strandveiðar, en ekki hæfi hans til að sitja sem formaður. Þá hefur verið greint frá því að ekki hafi verið greint frá strandveiðum Sigurjóns í hagsmunaskráningu þingmanna frá árinu 2023. Hagsmunaskráningin var fyllt út þegar Sigurjón tók sæti sem varaþingmaður, en hann segir að hann hafi ekki farið á veiðar það árið, og því sé ekkert rangt í hagsmunaskráningunni. Úlfaldi gerður úr mýflugu Sigurjón segir að þegar menn líti á tekjurnar af strandveiðum hans, sjái menn að hagsmunirnir séu óverulegir. Viðskiptamódel hans hafi fyrst og fremst verið að eiga fyrir kostnaðinum við rekstur bátsins. „Þannig það er verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann. „Þetta eru það miklu minni hagsmunir og miklu minni tekjur sem ég hef nokkurn tímann haft af þessu en öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og þetta er bara algjörlega óverulegt. Þetta snýst um almenn lög fyrir alla landsmenn, en ekki eitthvað sem bara ég mun fá,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að ályktanir hafi verið gefnar út í sambærilegum málum og hans, og þar hafi verið komist að því að þetta væru óverulegir hagsmunir. „Jafnvel bændur geta verið formenn atvinnuveganefnda, þeir eru stöðugt að fjalla um sín mál. Og mega eldri borgarar þá ekki fjalla um lífeyrismál?“ segir hann. Lilja Rafney Magnúsdóttir var formaður atvinnuveganefndar Alþingis kjörtímabilið 2017 - 2021, en eiginmaður hennar rekur strandveiðibát á Suðureyri. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstri grænum í fyrra þegar flokkurinn samþykkti frumvarp um kvótasetningu grásleppunnar. Hún bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í nýafstöðnum kosningum og hlaut kjör. Þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta í veiðarnar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að bæta í strandveiðarnar og tryggja 48 daga veiðitímabil á hverju sumri. Síðastliðin ár hafa veiðar verið stöðvaðar þegar heildarpottur strandveiðikvótans, um 10 þúsund tonn, er kláraður, og hefur það iðulega gerst um miðjan júlí. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum og ekkert liggur fyrir um hvaðan kvótinn eigi að koma. Sigurjón Þórðarson hefur sterkar persónulegar skoðanir á stjórn fiskveiða, en hann telur þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða allt kerfið og bæta verulega í fiskveiðar. „Við erum að veiða núna árið 2025, ríflega 120 þúsund tonn, en við veiddum 60 prósent meira árið 1925 fyrir hundrað árum síðan. Þannig menn geta alveg lagst rólegir á koddan hjá Morgunblaðinu þótt menn fái að veiða nokkra þorska hér hringinn í kringum landið,“ segir hann. „Ég held það sé þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta verulega í veiðarnar.“ Hann segir að ekki liggi fyrir að ráðast í slíkar róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á komandi kjörtímabili, en hann vonist til þess að ná fram jákvæðri umræðu. „Ég held að sú umræða þurfi að dýpka. Ég held það sjái það flestir að þetta er ekki að ganga upp,“ segir Sigurjón. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði Sigurjón ekki vanhæfan til að leiða nefndina heldur til að fjalla um strandveiðar vegna hagsmuna sinna. Fjallað er um það í annarri frétt hér. Fréttin hefur verið uppfærð 3.2.2025 klukkan 08:48. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Strandveiðar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði í gær að siðareglur fyrir alþingismenn hindruðu aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Siðareglurnar hafi áhrif á hæfi hans til að fjalla um einstök mál eins og strandveiðar, en ekki hæfi hans til að sitja sem formaður. Þá hefur verið greint frá því að ekki hafi verið greint frá strandveiðum Sigurjóns í hagsmunaskráningu þingmanna frá árinu 2023. Hagsmunaskráningin var fyllt út þegar Sigurjón tók sæti sem varaþingmaður, en hann segir að hann hafi ekki farið á veiðar það árið, og því sé ekkert rangt í hagsmunaskráningunni. Úlfaldi gerður úr mýflugu Sigurjón segir að þegar menn líti á tekjurnar af strandveiðum hans, sjái menn að hagsmunirnir séu óverulegir. Viðskiptamódel hans hafi fyrst og fremst verið að eiga fyrir kostnaðinum við rekstur bátsins. „Þannig það er verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann. „Þetta eru það miklu minni hagsmunir og miklu minni tekjur sem ég hef nokkurn tímann haft af þessu en öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og þetta er bara algjörlega óverulegt. Þetta snýst um almenn lög fyrir alla landsmenn, en ekki eitthvað sem bara ég mun fá,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að ályktanir hafi verið gefnar út í sambærilegum málum og hans, og þar hafi verið komist að því að þetta væru óverulegir hagsmunir. „Jafnvel bændur geta verið formenn atvinnuveganefnda, þeir eru stöðugt að fjalla um sín mál. Og mega eldri borgarar þá ekki fjalla um lífeyrismál?“ segir hann. Lilja Rafney Magnúsdóttir var formaður atvinnuveganefndar Alþingis kjörtímabilið 2017 - 2021, en eiginmaður hennar rekur strandveiðibát á Suðureyri. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstri grænum í fyrra þegar flokkurinn samþykkti frumvarp um kvótasetningu grásleppunnar. Hún bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í nýafstöðnum kosningum og hlaut kjör. Þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta í veiðarnar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að bæta í strandveiðarnar og tryggja 48 daga veiðitímabil á hverju sumri. Síðastliðin ár hafa veiðar verið stöðvaðar þegar heildarpottur strandveiðikvótans, um 10 þúsund tonn, er kláraður, og hefur það iðulega gerst um miðjan júlí. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum og ekkert liggur fyrir um hvaðan kvótinn eigi að koma. Sigurjón Þórðarson hefur sterkar persónulegar skoðanir á stjórn fiskveiða, en hann telur þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða allt kerfið og bæta verulega í fiskveiðar. „Við erum að veiða núna árið 2025, ríflega 120 þúsund tonn, en við veiddum 60 prósent meira árið 1925 fyrir hundrað árum síðan. Þannig menn geta alveg lagst rólegir á koddan hjá Morgunblaðinu þótt menn fái að veiða nokkra þorska hér hringinn í kringum landið,“ segir hann. „Ég held það sé þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta verulega í veiðarnar.“ Hann segir að ekki liggi fyrir að ráðast í slíkar róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á komandi kjörtímabili, en hann vonist til þess að ná fram jákvæðri umræðu. „Ég held að sú umræða þurfi að dýpka. Ég held það sjái það flestir að þetta er ekki að ganga upp,“ segir Sigurjón. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði Sigurjón ekki vanhæfan til að leiða nefndina heldur til að fjalla um strandveiðar vegna hagsmuna sinna. Fjallað er um það í annarri frétt hér. Fréttin hefur verið uppfærð 3.2.2025 klukkan 08:48.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Strandveiðar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira