Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. janúar 2025 06:51 Trump á leið til Flórída um borð í forsetavél sinni. Kollegi hans í Kólumbíu hefur boðist til þess að hans vél verði notuð til að flytja brottrekna frá Bandaríkjunum í stað herflutningavéla. AP Photo/Mark Schiefelbein Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. Hvíta húsið segir í það minnsta að samkomulag hafi náðst í deilu ríkjanna en Trump og forseti Kólumbíu, Gustavo Pedro, deildu harkalega í gærkvöldi og í nótt en deilan fór að mestu fram í gegnum samfélagsmiðla. Átökin hófust þegar Kólumbía neitaði að veita bandarískum herflugvélum sem voru með ólöglega innflytjendur innanborðs lendingarleyfi í Kólumbíu. Forseti landsins sagðist ekki taka við brottfluttu fólki við slíkar niðurlægjandi aðstæður og krafðist þess að herflugvélar yrðu ekki notaðar við verkið, heldur venjulegar farþegaflugvélar. Á einum tímapunkti bauðst hann meira að segja til þess að nota flugvél forsetaembættisins til þess arna. Trump brást ókvæða við þessum umkvörtunum Kólumbíuforseta og svaraði um hæl að refsitollur yrði þegar í stað lagður á allar kólumbískar vörur. Kaffútflutningur til Bandaríkjanna er Kólumbíu til dæmis gríðarlega mikilvægur og því mikið í húfi. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá Hvíta húsinu um að Kólumbía ætli eftir allt saman að leyfa lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur. Þær flugvélar eru hinsvegar ekki lentar og segja bandarísk stjórnvöld að refsitollarnir verði til reiðu og þeir settir á samstundis, verði flugvélunum snúið frá. Donald Trump Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hvíta húsið segir í það minnsta að samkomulag hafi náðst í deilu ríkjanna en Trump og forseti Kólumbíu, Gustavo Pedro, deildu harkalega í gærkvöldi og í nótt en deilan fór að mestu fram í gegnum samfélagsmiðla. Átökin hófust þegar Kólumbía neitaði að veita bandarískum herflugvélum sem voru með ólöglega innflytjendur innanborðs lendingarleyfi í Kólumbíu. Forseti landsins sagðist ekki taka við brottfluttu fólki við slíkar niðurlægjandi aðstæður og krafðist þess að herflugvélar yrðu ekki notaðar við verkið, heldur venjulegar farþegaflugvélar. Á einum tímapunkti bauðst hann meira að segja til þess að nota flugvél forsetaembættisins til þess arna. Trump brást ókvæða við þessum umkvörtunum Kólumbíuforseta og svaraði um hæl að refsitollur yrði þegar í stað lagður á allar kólumbískar vörur. Kaffútflutningur til Bandaríkjanna er Kólumbíu til dæmis gríðarlega mikilvægur og því mikið í húfi. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá Hvíta húsinu um að Kólumbía ætli eftir allt saman að leyfa lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur. Þær flugvélar eru hinsvegar ekki lentar og segja bandarísk stjórnvöld að refsitollarnir verði til reiðu og þeir settir á samstundis, verði flugvélunum snúið frá.
Donald Trump Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira