Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. janúar 2025 20:36 Fjölskylda og vinir Ásgeirs H. Ingólfssonar minntust hans í kvöld. Vísir/Stöð 2/Aðsent Vinir og fjölskylda Ásgeirs H. Ingólfssonar, skálds og blaðamanns, komu saman á svokallaðri Lífskviðu í Kjarnaskógi í dag. Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist. Andlát Menning Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Innlent Maður í haldi vegna skotvopnsins Innlent Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Innlent Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Innlent Ætla að sleppa þremur gíslum Erlent Orðið samstaða sé á allra vörum Innlent Fleiri fréttir Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum MAST tjáir sig um dýraníð og Heimdellingar smala á fund Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna „Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Sjá meira
Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist.
Andlát Menning Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Innlent Maður í haldi vegna skotvopnsins Innlent Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Innlent Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Innlent Ætla að sleppa þremur gíslum Erlent Orðið samstaða sé á allra vörum Innlent Fleiri fréttir Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum MAST tjáir sig um dýraníð og Heimdellingar smala á fund Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna „Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Sjá meira