Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. janúar 2025 19:38 Það voru fagnaðarfundir í Petah Tikva þegar þyrla Ísraelshers lenti með fjóra gísla sem Hamas slepptu úr haldi í dag. Sömu sögu var að segja í Gasaborg þegar rúmlega 200 föngum Ísraelshers var sleppt úr haldi. AP Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi. Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira