„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 11:47 Kyle Walker kveðst þakklátur fyrir allar leiðbeiningarnar frá Pep Guardiola. Getty/Martin Rickett Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. Í lánssamningnum er möguleiki fyrir Milan á að kaupa þennan 34 ára gamla varnarmann í sumar. Walker verður fjórði Englendingurinn í liði Milan á eftir Tammy Abraham, Ruben Loftus-Cheek og Fikayo Tomori. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Parma á morgun. City verður hins vegar að spjara sig án Walkers þegar liðið tekur á móti Chelsea síðdegis í dag, og hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi: „Hann ákvað að fara,“ sagði Spánverjinn og bætti síðar við: „Harðasti, fljótasti og sterkasti leikmaðurinn sem maður hefur ákveður að fara frá félaginu.“ Walker sendi frá sér langa yfirlýsingu á Instagram þar sem hann þakkaði meðal annars Guardiola fyrir tímann hjá félaginu, en Walker lék með City frá árinu 2017 og vann meðal annars sex Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. „Við Pep Guardiola vil ég segja; Takk fyrir að hafa trú á mér og leggja svona mikið á þig til að fá mig hingað 2017. Saman fögnuðum við 17 titlum og undir þinni handleiðslu varð ég að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði Walker. Hann hefur leikið 319 leiki fyrir City en lék sinn síðasta leik gegn West Ham 4. janúar og lét Guardiola í kjölfarið vita að hann vildi fara frá félaginu. City hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum í janúar og fest kaup á þremur nýjum leikmönnum, eða þeim Omar Marmoush frá Frankfurt, Vitor Reis frá Palmeiras og Abdukodir Khusanov frá Lens. Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Í lánssamningnum er möguleiki fyrir Milan á að kaupa þennan 34 ára gamla varnarmann í sumar. Walker verður fjórði Englendingurinn í liði Milan á eftir Tammy Abraham, Ruben Loftus-Cheek og Fikayo Tomori. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Parma á morgun. City verður hins vegar að spjara sig án Walkers þegar liðið tekur á móti Chelsea síðdegis í dag, og hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi: „Hann ákvað að fara,“ sagði Spánverjinn og bætti síðar við: „Harðasti, fljótasti og sterkasti leikmaðurinn sem maður hefur ákveður að fara frá félaginu.“ Walker sendi frá sér langa yfirlýsingu á Instagram þar sem hann þakkaði meðal annars Guardiola fyrir tímann hjá félaginu, en Walker lék með City frá árinu 2017 og vann meðal annars sex Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. „Við Pep Guardiola vil ég segja; Takk fyrir að hafa trú á mér og leggja svona mikið á þig til að fá mig hingað 2017. Saman fögnuðum við 17 titlum og undir þinni handleiðslu varð ég að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði Walker. Hann hefur leikið 319 leiki fyrir City en lék sinn síðasta leik gegn West Ham 4. janúar og lét Guardiola í kjölfarið vita að hann vildi fara frá félaginu. City hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum í janúar og fest kaup á þremur nýjum leikmönnum, eða þeim Omar Marmoush frá Frankfurt, Vitor Reis frá Palmeiras og Abdukodir Khusanov frá Lens.
Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira