Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 10:05 Pete Hegseth verður líklega varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í dag. AP/Alex Brandon Pete Hegseth, sjónvarpsmaðurinn og uppgjafahermaðurinn sem Donald Trump hefur tilnefnt í embætti varnarmálaráðherra, greiddi konu sem sakaði hann um kynferðisbrot árið 2017 fimmtíu þúsund dali. Það samsvarar um sjö milljónum króna. Útlit er fyrir að tilnefning Hegseths verði samþykkt af öldungadeildinni seinna í dag en atkvæðagreiðsla vegna formsatkvæða í tengslum við tilnefningu hans, vegna þess að Demókratar eru að draga fæturna á málinu, var samþykkt með 51 atkvæði gegn 49. Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins, þær Lisa Murkowski og Susan Collins greiddu atkvæði með Demókrötum. Hegseth hefur undanfarin ár starfað hjá sjónvarpsstöðinni Fox og verið einn af stjórnendum þáttarins Fox and Friends um helgar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tíður gestur í Fox and Friends á undanförnum árum og myndað vinabönd við Hegseth. Hegseth er uppgjafahermaður en er að öðru leyti talinn frekar reynslulaus fyrir embætti varnarmálaráðherra. Varnarmálaráðuneytið fær meira en átta hundruð milljarða dali á ári og undir ráðuneytinu starfa um 1,3 milljónir hermanna og 1,4 milljónir í þjóðvarðliði, varaliði og óbreyttir borgarar um heiminn allan. Sjá einnig: Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Hegseth hefur staðið frammi fyrir ásökunum um áfengisdrykkju úr hófi og verið gagnrýndur fyrir ítrekuð neikvæð ummæli um konur í hernum. Hegseth hefur einnig hvatt til þess að náða hermenn sem sakfelldir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það gerði Trump árið 2019, þegar hann náðaði þrjá menn sem höfðu verið sakaði og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Sjá einnig: Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Sömuleiðis var hann fyrr í ferlinu spurður út í áðurnefndar ásakanir um kynferðisbrot, ítrekað framhjáhald og það að hann keyrði tvö góðgerðafélög tengd málefnum uppgjafahermanna í þrot. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram í gær biðlaði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, til Repúblikana og spurði þá hvort þeir gætu í alvörunni haldið því fram að Hegseth væri hæfur í starfið. „Ég við samstarfsfélaga mína að hugsa sig vel um: Af öllu fólki sem við gætum haft sem varnarmálaráðherra, er Pete Hegseth virkilega sá besti sem er í boði?“ spurði Schumer samkvæmt Washington Post. „Í alvörunni, þið vitið að hann er það ekki. Ég bið ykkur, svarið mér þessu: Haldið þið að hann sé besti maðurinn í þetta starf?“ Lögmaðurinn segir Hegseth fórnarlamb Hegseth var ásakaður af konunni eftir að hann ávarpaði samkomu Repúblikana í Monterey í Kaliforníu en í yfirlýsingu til AP fréttaveitunnar segir lögmaður Hegseths að kynmök þeirra hafi verið með vilja beggja og að konan sem fór nokkrum dögum síðar til lögreglunnar hafi farið á eftir Hegseth. Lögmaðurinn segir Hegseth hafa greitt konunni nokkrum árum eftir að lögreglan lauk rannsókn sinni, því hann hafði áhyggjur af því að hún ætlaði að höfða mál gegn honum og óttaðist hann að missa starf sitt hjá Fox News. Timothy Parlatore, lögmaðurinn, segir Hegseth hafa verið fórnarlamb fjárkúgunar. Sakaður um hrottaskap í garð eiginkonu Fyrrverandi mágkona Hegseths steig fram á mánudaginn og lagði fram eiðsvarna yfirlýsingu til öldungadeildarinnar, þar sem hún lýsti Hegseth sem mjög drykkfelldum og sagði hann ítrekað sofna vegna áfengisneyslu. Hún sagði hann hafa sýnt hrottaskap gagnvart fyrrverandi eiginkonu hans, þeirri seinni sem hann var giftur árið 2017, og að hann hafi ítrekað látið rasísk ummæli falla kringum annað fólk. Repúblikanar sem höfðu áður lýst yfir efasemdum um tilnefningu Hegseths sögðu í gær að yfirlýsing mágkonunnar vera sögusagnir og örvæntingarfull brögð Demókrata. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja. 13. nóvember 2024 14:38 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Útlit er fyrir að tilnefning Hegseths verði samþykkt af öldungadeildinni seinna í dag en atkvæðagreiðsla vegna formsatkvæða í tengslum við tilnefningu hans, vegna þess að Demókratar eru að draga fæturna á málinu, var samþykkt með 51 atkvæði gegn 49. Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins, þær Lisa Murkowski og Susan Collins greiddu atkvæði með Demókrötum. Hegseth hefur undanfarin ár starfað hjá sjónvarpsstöðinni Fox og verið einn af stjórnendum þáttarins Fox and Friends um helgar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tíður gestur í Fox and Friends á undanförnum árum og myndað vinabönd við Hegseth. Hegseth er uppgjafahermaður en er að öðru leyti talinn frekar reynslulaus fyrir embætti varnarmálaráðherra. Varnarmálaráðuneytið fær meira en átta hundruð milljarða dali á ári og undir ráðuneytinu starfa um 1,3 milljónir hermanna og 1,4 milljónir í þjóðvarðliði, varaliði og óbreyttir borgarar um heiminn allan. Sjá einnig: Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Hegseth hefur staðið frammi fyrir ásökunum um áfengisdrykkju úr hófi og verið gagnrýndur fyrir ítrekuð neikvæð ummæli um konur í hernum. Hegseth hefur einnig hvatt til þess að náða hermenn sem sakfelldir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Það gerði Trump árið 2019, þegar hann náðaði þrjá menn sem höfðu verið sakaði og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Sjá einnig: Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Sömuleiðis var hann fyrr í ferlinu spurður út í áðurnefndar ásakanir um kynferðisbrot, ítrekað framhjáhald og það að hann keyrði tvö góðgerðafélög tengd málefnum uppgjafahermanna í þrot. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram í gær biðlaði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, til Repúblikana og spurði þá hvort þeir gætu í alvörunni haldið því fram að Hegseth væri hæfur í starfið. „Ég við samstarfsfélaga mína að hugsa sig vel um: Af öllu fólki sem við gætum haft sem varnarmálaráðherra, er Pete Hegseth virkilega sá besti sem er í boði?“ spurði Schumer samkvæmt Washington Post. „Í alvörunni, þið vitið að hann er það ekki. Ég bið ykkur, svarið mér þessu: Haldið þið að hann sé besti maðurinn í þetta starf?“ Lögmaðurinn segir Hegseth fórnarlamb Hegseth var ásakaður af konunni eftir að hann ávarpaði samkomu Repúblikana í Monterey í Kaliforníu en í yfirlýsingu til AP fréttaveitunnar segir lögmaður Hegseths að kynmök þeirra hafi verið með vilja beggja og að konan sem fór nokkrum dögum síðar til lögreglunnar hafi farið á eftir Hegseth. Lögmaðurinn segir Hegseth hafa greitt konunni nokkrum árum eftir að lögreglan lauk rannsókn sinni, því hann hafði áhyggjur af því að hún ætlaði að höfða mál gegn honum og óttaðist hann að missa starf sitt hjá Fox News. Timothy Parlatore, lögmaðurinn, segir Hegseth hafa verið fórnarlamb fjárkúgunar. Sakaður um hrottaskap í garð eiginkonu Fyrrverandi mágkona Hegseths steig fram á mánudaginn og lagði fram eiðsvarna yfirlýsingu til öldungadeildarinnar, þar sem hún lýsti Hegseth sem mjög drykkfelldum og sagði hann ítrekað sofna vegna áfengisneyslu. Hún sagði hann hafa sýnt hrottaskap gagnvart fyrrverandi eiginkonu hans, þeirri seinni sem hann var giftur árið 2017, og að hann hafi ítrekað látið rasísk ummæli falla kringum annað fólk. Repúblikanar sem höfðu áður lýst yfir efasemdum um tilnefningu Hegseths sögðu í gær að yfirlýsing mágkonunnar vera sögusagnir og örvæntingarfull brögð Demókrata.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja. 13. nóvember 2024 14:38 Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33
Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja. 13. nóvember 2024 14:38
Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52