76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 07:55 Eldurinn kom upp um klukkan hálf þrjú að staðartíma, aðfararnótt gærdagsins. AP Tala látinna eftir brunann á skíðahótelinu í Tyrklandi aðfararnótt gærdagsins hefur hækkað og eru nú 76 taldir hafa látist og eru um fímmtíu slasaðir. Tyrklandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna málsins. Eldsvoðinn kom upp á veitingastað hins tólf hæða hotels Grand Kartal í skíðabænum Kartalkaya í norðvesturhluta Tyrklands skömmu fyrir hálf fjögur aðfararnótt þriðjudagsins. „Sársauki okkar er mikill,“ sagði innanríkisráðherrann Ali Yerikaya við fréttamenn á vettvangi. Ráðherrann segir að búið sé að bera kennsl á 52 hinna látnu og er unnið að því að bera kennsl fleiri. Gestir á hótelinu voru 238 talsins þegar eldurinn kom upp og var það nærri fullbókað, en 161 herbergi er á hótelinu. Vetrarfrí er nú í skólum í Tyrklandi og leggja þá margir leið sína í skíðaferðir. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að margir gestanna hafi látist eftir að hafa stokkið út um glugga á brennandi húsinu á meðan aðrir hafi notast við lök og lín til að klifra niður. AP Á myndum mátti sjá mikinn eld og reyk leggja frá efstu hæðum hússins en eldurinn læstist í viðarklæðningu sem er talin hafa flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Dómsmálaráðherrann Yilmaz Tunc segir að sex saksóknurum hafi verið falið að rannsaka málið og upptök eldsins. Níu manns hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Ráðherra ferðamála, Nuri Ersoy, segir að tveir brunaútgangar hafi verið á hótelinu sem hafi staðist brunavarnarúttekt á síðasta ári. Einhverjir gestir á hótelinu, sem komust lífs af, segja að þeir hafi ekki orðið varir við að brunabjöllur hafi ekki farið í gang eftir að eldurinn kom upp. AP Tyrkland Tengdar fréttir 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
Eldsvoðinn kom upp á veitingastað hins tólf hæða hotels Grand Kartal í skíðabænum Kartalkaya í norðvesturhluta Tyrklands skömmu fyrir hálf fjögur aðfararnótt þriðjudagsins. „Sársauki okkar er mikill,“ sagði innanríkisráðherrann Ali Yerikaya við fréttamenn á vettvangi. Ráðherrann segir að búið sé að bera kennsl á 52 hinna látnu og er unnið að því að bera kennsl fleiri. Gestir á hótelinu voru 238 talsins þegar eldurinn kom upp og var það nærri fullbókað, en 161 herbergi er á hótelinu. Vetrarfrí er nú í skólum í Tyrklandi og leggja þá margir leið sína í skíðaferðir. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að margir gestanna hafi látist eftir að hafa stokkið út um glugga á brennandi húsinu á meðan aðrir hafi notast við lök og lín til að klifra niður. AP Á myndum mátti sjá mikinn eld og reyk leggja frá efstu hæðum hússins en eldurinn læstist í viðarklæðningu sem er talin hafa flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Dómsmálaráðherrann Yilmaz Tunc segir að sex saksóknurum hafi verið falið að rannsaka málið og upptök eldsins. Níu manns hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Ráðherra ferðamála, Nuri Ersoy, segir að tveir brunaútgangar hafi verið á hótelinu sem hafi staðist brunavarnarúttekt á síðasta ári. Einhverjir gestir á hótelinu, sem komust lífs af, segja að þeir hafi ekki orðið varir við að brunabjöllur hafi ekki farið í gang eftir að eldurinn kom upp. AP
Tyrkland Tengdar fréttir 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41