Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:01 Miklar framkvæmdir standa nú yfir við þjóðarleikvanginn í Laugardal. Eftir þær verður völlurinn upphitaður og þolir mun betur leiki yfir vetrartímann. Vísir/Arnar Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að breyta fyrirkomulagi á framlagi UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna til að fjármagna framkvæmdir við Laugardalsvöll. Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar síðastliðinn tók stjórn KSÍ ákvörðun um annað fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls fimm milljónir evra, 732 milljónir króna, og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028. Á undanförnum árum hefur um það bil fimmtungshlutur af umræddu fjárframlagi verið veitt í mannvirkjasjóð KSÍ og úthlutað til styrkhæfra verkefna aðildarfélaga í samræmi við reglugerð sjóðsins. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur verið starfræktur frá því í janúar 2008. Í júní sl. var auglýst sérstaklega eftir umsóknum frá aðildarfélögum um styrki úr mannvirkjasjóði og var vakin sérstök athygli á að um væri að ræða umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2024 eingöngu. Í Hattrick reglugerð UEFA er það gert að skilyrði að KSÍ nýti framangreint fjárframlag til verkefna sem þjóna sameiginlegum hagsmunum fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og hafi m.a. skýran þróunar- og knattspyrnulegan tilgang. Meðal verkefna sem geti fallið þar undir í flokki knattspyrnumannvirkja (Football infrastructure) er vegna leikvangs á yfirráðasvæði aðildarsambands UEFA og er ætlað að uppfylla lágmarkskröfur reglugerða UEFA til að halda leiki í öllum UEFA keppnum (landslið og félagslið). Hefur stjórn KSÍ ákveðið að hluti framlags UEFA, sem áður hefur verið tileinkað mannvirkjasjóði KSÍ, sem nú kemur til vegna áranna 2024-2028, verði nýtt í uppbyggingu á núverandi þjóðarleikvangi á Laugardalsvelli. Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga: Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar síðastliðinn tók stjórn KSÍ ákvörðun um annað fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls fimm milljónir evra, 732 milljónir króna, og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028. Á undanförnum árum hefur um það bil fimmtungshlutur af umræddu fjárframlagi verið veitt í mannvirkjasjóð KSÍ og úthlutað til styrkhæfra verkefna aðildarfélaga í samræmi við reglugerð sjóðsins. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur verið starfræktur frá því í janúar 2008. Í júní sl. var auglýst sérstaklega eftir umsóknum frá aðildarfélögum um styrki úr mannvirkjasjóði og var vakin sérstök athygli á að um væri að ræða umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2024 eingöngu. Í Hattrick reglugerð UEFA er það gert að skilyrði að KSÍ nýti framangreint fjárframlag til verkefna sem þjóna sameiginlegum hagsmunum fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og hafi m.a. skýran þróunar- og knattspyrnulegan tilgang. Meðal verkefna sem geti fallið þar undir í flokki knattspyrnumannvirkja (Football infrastructure) er vegna leikvangs á yfirráðasvæði aðildarsambands UEFA og er ætlað að uppfylla lágmarkskröfur reglugerða UEFA til að halda leiki í öllum UEFA keppnum (landslið og félagslið). Hefur stjórn KSÍ ákveðið að hluti framlags UEFA, sem áður hefur verið tileinkað mannvirkjasjóði KSÍ, sem nú kemur til vegna áranna 2024-2028, verði nýtt í uppbyggingu á núverandi þjóðarleikvangi á Laugardalsvelli. Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga: Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45
Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30
Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22
Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49