Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 20:03 Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni segir að taka þurfi baráttunni við sýklalyfjaónæmi alvarlega. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir brýnt að fjármagna nýlega aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi. Vísir Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu. Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira