Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 07:07 Fyrsti dagur Trump í embætti gaf ekki annað til kynna en að hann hyggist standa við fyrirheit sín um að kollvarpa kerfinu. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. Smáforriti fyrir hælisleitendur til að bóka tíma með innflytjendayfirvöldum við landamærin að Mexíkó var einnig „kippt úr sambandi“ og þá sagði forsetinn að um það bil þúsund manns sem hefðu verið skipaðir í ýmis hlutverk í stjórnartíð Joe Biden yrðu látnir fjúka á næstu dögum. Trump undirritaði meðal annars tilskipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá fyrirskipaði hann einnig að Mexíkóflói yrði Ameríkuflói innan 30 daga og Mount Denali yrði Mount McKinley, eftir 25. forseta Bandaríkjanna. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneyta. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Forsetinn hóf að undirrita tilskipanirnar fyrir framan fjölda áhorfenda í Capital One Arena og hélt svo áfram í Hvíta húsinu.Getty/Anna Moneymaker Óvissa og ótti Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði í gær og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Alríkisyfirvöldum er þannig gert að miða ávallt við „kyn“ en ekki „kynvitund“ og mun þetta einnig ná til persónuskilríkja á borð við vegabréf. Þá er kveðið á um að líffræðilegt kyn ráði því hvaða salerni eða búningsaðstaða sé notuð og í hvaða fangelsum fólk er vistað. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana er varða starfsmenn alríkisins en hann hefur meðal annars komið á ráðningabanni og fyrirskipað opinberum starfsmönnum að snúa aftur á vinnustöðvar sínar, í stað þess að vinna að hluta heima. Á vef New York Times má finna samantekt um helstu tilskipanirnar sem forsetinn undirritaði í gær og hlekki á tilskipanirnar sjálfar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Smáforriti fyrir hælisleitendur til að bóka tíma með innflytjendayfirvöldum við landamærin að Mexíkó var einnig „kippt úr sambandi“ og þá sagði forsetinn að um það bil þúsund manns sem hefðu verið skipaðir í ýmis hlutverk í stjórnartíð Joe Biden yrðu látnir fjúka á næstu dögum. Trump undirritaði meðal annars tilskipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá fyrirskipaði hann einnig að Mexíkóflói yrði Ameríkuflói innan 30 daga og Mount Denali yrði Mount McKinley, eftir 25. forseta Bandaríkjanna. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneyta. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Forsetinn hóf að undirrita tilskipanirnar fyrir framan fjölda áhorfenda í Capital One Arena og hélt svo áfram í Hvíta húsinu.Getty/Anna Moneymaker Óvissa og ótti Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði í gær og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Alríkisyfirvöldum er þannig gert að miða ávallt við „kyn“ en ekki „kynvitund“ og mun þetta einnig ná til persónuskilríkja á borð við vegabréf. Þá er kveðið á um að líffræðilegt kyn ráði því hvaða salerni eða búningsaðstaða sé notuð og í hvaða fangelsum fólk er vistað. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana er varða starfsmenn alríkisins en hann hefur meðal annars komið á ráðningabanni og fyrirskipað opinberum starfsmönnum að snúa aftur á vinnustöðvar sínar, í stað þess að vinna að hluta heima. Á vef New York Times má finna samantekt um helstu tilskipanirnar sem forsetinn undirritaði í gær og hlekki á tilskipanirnar sjálfar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira