Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 08:30 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Samsett mynd Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, væntir mikils af nýjum landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Arnari Gunnlaugssyni. Arnar sé akkúrat það sem sambandið var að leitast eftir í nýjum landsliðsþjálfara. „Bara mjög ánægjulegt. Við erum mjög ánægð með að þetta sé komið í höfn. Við horfum björtum augum fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Akkúrat það sem KSÍ leitaði eftir Hvaða eiginleikum er Arnar gæddur sem gera hann góðan kost í þetta starf? „Ef við horfum á tíma hans hjá Víkingi Reykjavík þá sjáum við hvernig hann hefur tekið utan um leikmannahóp sinn, eldri sem og yngri leikmenn og náð úrslitum. Hvernig hann hefur fengið fólk í lið með sér, bæði stuðningsmenn Víkings sem og aðdáendur aðra. Mér finnst það vera til fyrirmyndar og hann hefur heldur betur náð árangri líka. Hann er akkúrat það sem við vorum að leita eftir.“ Svo býr Arnar að landsliðsferli sem leikmaður, þekkir landsliðsumhverfið. „Það hjálpar alltaf. Er kostur. Hann þekkir það á sama tíma hvernig er að vera inn á vellinum, veit hvernig menn hugsa. Það er allavegana ekki verra fyrir hann að hafa þessa reynslu á bakinu.“ En var Arnar efsti kostur á blaði KSÍ? „Það má orða þetta fyrst þannig að þessir þrír þjálfara sem að við ræddum við höfðu allir eiginleika og kosti sem eru þess eðlis að ég myndi treysta þeim öllum fullkomlega fyrir þessu starfi. Alveg eitt hundrað prósent. Við vorum virkilega heppin, ég og stjórn KSÍ, að hafa náð að tala við svo góða einstaklinga. Þetta æxlaðist þannig að Freyr endaði á því að taka við Brann, frábært fyrir hann og við erum mjög stolt af því líka Íslendingar að við séum með þjálfara í efstu deild Noregs. Hann á svo sannarlega eftir að standa sig vel þar. Arnar er sá kostur sem við völdum í lokin, við ákváðum að ganga til samninga við hann og náðum góðum samningum þar. Við erum mjög sátt við það.“ KSÍ samdi við Arnar en þurfti svo að landa samkomulagi við Víking Reykjavík til þess að losa Arnar undan samningi hans í Fossvoginum. Þær viðræður gengu að sögn Þorvalds ljómandi vel. „Menn eru, eins og alltaf, að reyna semja og komast að samkomulagi. Í lokin náðum við samkomulagi sem við erum sáttir við. Við höldum svo áfram veginn og erum þakklát Víkingum fyrir að leyfa okkur að fá Arnar til liðs við landsliðið. Ég held að þeir séu líka stoltir af því. Arnar hefur gert vel fyrir Víking Reykjavík og við óskum bara félaginu góðs gengis áfram.“ Á hvaða forsendum verður árangur Arnars í starfi svo metinn í framhaldinu? „Við eru náttúrulega í þeim ágæta bransa að við þurfum úrslit. Úrslit breyta öllu. Arnar gerir sér alveg grein fyrir því og hefur gert það hingað til á sínum ferli í fótboltanum. Við þurfum líka að horfa til þess að við erum að búa til lið og liðsheild. Ná fram því besta úr þeim leikmönnum sem standa okkur til boða og gera þá betri. Ég hef trú á því að Arnar geti náð því. Ég vænti mikils af honum.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19 Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira
„Bara mjög ánægjulegt. Við erum mjög ánægð með að þetta sé komið í höfn. Við horfum björtum augum fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Akkúrat það sem KSÍ leitaði eftir Hvaða eiginleikum er Arnar gæddur sem gera hann góðan kost í þetta starf? „Ef við horfum á tíma hans hjá Víkingi Reykjavík þá sjáum við hvernig hann hefur tekið utan um leikmannahóp sinn, eldri sem og yngri leikmenn og náð úrslitum. Hvernig hann hefur fengið fólk í lið með sér, bæði stuðningsmenn Víkings sem og aðdáendur aðra. Mér finnst það vera til fyrirmyndar og hann hefur heldur betur náð árangri líka. Hann er akkúrat það sem við vorum að leita eftir.“ Svo býr Arnar að landsliðsferli sem leikmaður, þekkir landsliðsumhverfið. „Það hjálpar alltaf. Er kostur. Hann þekkir það á sama tíma hvernig er að vera inn á vellinum, veit hvernig menn hugsa. Það er allavegana ekki verra fyrir hann að hafa þessa reynslu á bakinu.“ En var Arnar efsti kostur á blaði KSÍ? „Það má orða þetta fyrst þannig að þessir þrír þjálfara sem að við ræddum við höfðu allir eiginleika og kosti sem eru þess eðlis að ég myndi treysta þeim öllum fullkomlega fyrir þessu starfi. Alveg eitt hundrað prósent. Við vorum virkilega heppin, ég og stjórn KSÍ, að hafa náð að tala við svo góða einstaklinga. Þetta æxlaðist þannig að Freyr endaði á því að taka við Brann, frábært fyrir hann og við erum mjög stolt af því líka Íslendingar að við séum með þjálfara í efstu deild Noregs. Hann á svo sannarlega eftir að standa sig vel þar. Arnar er sá kostur sem við völdum í lokin, við ákváðum að ganga til samninga við hann og náðum góðum samningum þar. Við erum mjög sátt við það.“ KSÍ samdi við Arnar en þurfti svo að landa samkomulagi við Víking Reykjavík til þess að losa Arnar undan samningi hans í Fossvoginum. Þær viðræður gengu að sögn Þorvalds ljómandi vel. „Menn eru, eins og alltaf, að reyna semja og komast að samkomulagi. Í lokin náðum við samkomulagi sem við erum sáttir við. Við höldum svo áfram veginn og erum þakklát Víkingum fyrir að leyfa okkur að fá Arnar til liðs við landsliðið. Ég held að þeir séu líka stoltir af því. Arnar hefur gert vel fyrir Víking Reykjavík og við óskum bara félaginu góðs gengis áfram.“ Á hvaða forsendum verður árangur Arnars í starfi svo metinn í framhaldinu? „Við eru náttúrulega í þeim ágæta bransa að við þurfum úrslit. Úrslit breyta öllu. Arnar gerir sér alveg grein fyrir því og hefur gert það hingað til á sínum ferli í fótboltanum. Við þurfum líka að horfa til þess að við erum að búa til lið og liðsheild. Ná fram því besta úr þeim leikmönnum sem standa okkur til boða og gera þá betri. Ég hef trú á því að Arnar geti náð því. Ég vænti mikils af honum.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19 Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira
„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55
Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19
Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35