Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2025 13:48 Dagur var kjörinn sem aðalmaður í borgarráð í fyrsta sinn árið 2003. Nú kveður hann borgarmálin og snýr sér að landsmálunum. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. Í Facebook-færslu segir Dagur að hann hafi á afmælisdaginn sinn árið 2003, þann 19. júní, fyrst verið kjörinn inn í borgarráð sem aðalmaður. Þá var dagur 31 árs, en hann fagnar 53 ára afmæli á þessu ári. „Þetta reyndist frábært tækifæri því í gegnum fundi borgarráðs er hægt að öðlast yfirsýn og innsýn í öll málefni borgarinnar og tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun hennar og allar lykilákvarðanir. Í borgarráði hef ég síðan setið sem aðalmaður, formaður eða borgarstjóri óslitið allar götur síðan. Þar til í dag. Í morgun sat ég sum sé minn síðasta borgarráðsfund,“ skrifar Dagur. Með færslunni birtir hann tvær myndir, aðra frá því hann hóf störf á vettvangi borgarráðs og aðra töluvert nýlegri. Hann segir ekki þurfa að hafa mörg orð um að borgin hafi á þessum tíma tekið algerum stakkaskiptum og eflst til muna. Um það hafi hann raunar skrifað bók, Nýja Reykjavík. „Ég vil hins vegar þakka öllu mína frábæra samstarfsfólki í borgarráði gegnum árin kærlega fyrir einstakt samstarf. Og þar geri ég ekki greinarmun á borgarfulltrúum, hinu einstaka starfsfólki borgarinnar og borgarráðs eða ótölulegum fjölda samstarfsaðila.,“ skrifar Dagur sem segist stíga stoltur frá borði, og þakka fyrir sig. Dagur segir þá að á þriðjudag muni borgarstjórn taka fyrir lausnarbeiðni hans vegna fyrirhugaðrar þingsetu. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Tímamót Tengdar fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 15. janúar 2025 19:19 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Í Facebook-færslu segir Dagur að hann hafi á afmælisdaginn sinn árið 2003, þann 19. júní, fyrst verið kjörinn inn í borgarráð sem aðalmaður. Þá var dagur 31 árs, en hann fagnar 53 ára afmæli á þessu ári. „Þetta reyndist frábært tækifæri því í gegnum fundi borgarráðs er hægt að öðlast yfirsýn og innsýn í öll málefni borgarinnar og tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun hennar og allar lykilákvarðanir. Í borgarráði hef ég síðan setið sem aðalmaður, formaður eða borgarstjóri óslitið allar götur síðan. Þar til í dag. Í morgun sat ég sum sé minn síðasta borgarráðsfund,“ skrifar Dagur. Með færslunni birtir hann tvær myndir, aðra frá því hann hóf störf á vettvangi borgarráðs og aðra töluvert nýlegri. Hann segir ekki þurfa að hafa mörg orð um að borgin hafi á þessum tíma tekið algerum stakkaskiptum og eflst til muna. Um það hafi hann raunar skrifað bók, Nýja Reykjavík. „Ég vil hins vegar þakka öllu mína frábæra samstarfsfólki í borgarráði gegnum árin kærlega fyrir einstakt samstarf. Og þar geri ég ekki greinarmun á borgarfulltrúum, hinu einstaka starfsfólki borgarinnar og borgarráðs eða ótölulegum fjölda samstarfsaðila.,“ skrifar Dagur sem segist stíga stoltur frá borði, og þakka fyrir sig. Dagur segir þá að á þriðjudag muni borgarstjórn taka fyrir lausnarbeiðni hans vegna fyrirhugaðrar þingsetu.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Tímamót Tengdar fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 15. janúar 2025 19:19 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 15. janúar 2025 19:19