Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 19:19 Dagur B. Eggertsson ætlar að hætta sem formaður borgarráðs í næstu viku. Hann bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi um síðustu mánaðamót. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi hefðu átt að vera hætt fyrr. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira