Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2025 13:48 Dagur var kjörinn sem aðalmaður í borgarráð í fyrsta sinn árið 2003. Nú kveður hann borgarmálin og snýr sér að landsmálunum. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. Í Facebook-færslu segir Dagur að hann hafi á afmælisdaginn sinn árið 2003, þann 19. júní, fyrst verið kjörinn inn í borgarráð sem aðalmaður. Þá var dagur 31 árs, en hann fagnar 53 ára afmæli á þessu ári. „Þetta reyndist frábært tækifæri því í gegnum fundi borgarráðs er hægt að öðlast yfirsýn og innsýn í öll málefni borgarinnar og tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun hennar og allar lykilákvarðanir. Í borgarráði hef ég síðan setið sem aðalmaður, formaður eða borgarstjóri óslitið allar götur síðan. Þar til í dag. Í morgun sat ég sum sé minn síðasta borgarráðsfund,“ skrifar Dagur. Með færslunni birtir hann tvær myndir, aðra frá því hann hóf störf á vettvangi borgarráðs og aðra töluvert nýlegri. Hann segir ekki þurfa að hafa mörg orð um að borgin hafi á þessum tíma tekið algerum stakkaskiptum og eflst til muna. Um það hafi hann raunar skrifað bók, Nýja Reykjavík. „Ég vil hins vegar þakka öllu mína frábæra samstarfsfólki í borgarráði gegnum árin kærlega fyrir einstakt samstarf. Og þar geri ég ekki greinarmun á borgarfulltrúum, hinu einstaka starfsfólki borgarinnar og borgarráðs eða ótölulegum fjölda samstarfsaðila.,“ skrifar Dagur sem segist stíga stoltur frá borði, og þakka fyrir sig. Dagur segir þá að á þriðjudag muni borgarstjórn taka fyrir lausnarbeiðni hans vegna fyrirhugaðrar þingsetu. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Tímamót Tengdar fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 15. janúar 2025 19:19 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Í Facebook-færslu segir Dagur að hann hafi á afmælisdaginn sinn árið 2003, þann 19. júní, fyrst verið kjörinn inn í borgarráð sem aðalmaður. Þá var dagur 31 árs, en hann fagnar 53 ára afmæli á þessu ári. „Þetta reyndist frábært tækifæri því í gegnum fundi borgarráðs er hægt að öðlast yfirsýn og innsýn í öll málefni borgarinnar og tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun hennar og allar lykilákvarðanir. Í borgarráði hef ég síðan setið sem aðalmaður, formaður eða borgarstjóri óslitið allar götur síðan. Þar til í dag. Í morgun sat ég sum sé minn síðasta borgarráðsfund,“ skrifar Dagur. Með færslunni birtir hann tvær myndir, aðra frá því hann hóf störf á vettvangi borgarráðs og aðra töluvert nýlegri. Hann segir ekki þurfa að hafa mörg orð um að borgin hafi á þessum tíma tekið algerum stakkaskiptum og eflst til muna. Um það hafi hann raunar skrifað bók, Nýja Reykjavík. „Ég vil hins vegar þakka öllu mína frábæra samstarfsfólki í borgarráði gegnum árin kærlega fyrir einstakt samstarf. Og þar geri ég ekki greinarmun á borgarfulltrúum, hinu einstaka starfsfólki borgarinnar og borgarráðs eða ótölulegum fjölda samstarfsaðila.,“ skrifar Dagur sem segist stíga stoltur frá borði, og þakka fyrir sig. Dagur segir þá að á þriðjudag muni borgarstjórn taka fyrir lausnarbeiðni hans vegna fyrirhugaðrar þingsetu.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Tímamót Tengdar fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 15. janúar 2025 19:19 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 15. janúar 2025 19:19