Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2025 09:10 Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már. Tölvuárásir Tækni Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már.
Tölvuárásir Tækni Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent