Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2025 09:10 Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már. Tölvuárásir Tækni Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már.
Tölvuárásir Tækni Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira