Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2025 09:10 Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már. Tölvuárásir Tækni Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már.
Tölvuárásir Tækni Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira