Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2025 13:09 Þó ýmsir hafi verið nefndir sem hugsanlegir kandídatar í formannsframboð Sjálfstæðisflokksins beinast augun fyrst og síðast að þessum þremur: Þórdísi Kolbrúnu, Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu. vísir/vilhelm Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir. Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði.
Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira