Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 21:09 Raphinha hefur verið frábær hjá Barcelona á tímabilinu. Vísir/Getty Barcelona vann í kvöld Ofurbikarinn í spænska boltanum eftir að hafa rúllað yfir erkifjendur sína í úrslitaleik. Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum. Spænski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum.
Spænski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira