Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 21:09 Raphinha hefur verið frábær hjá Barcelona á tímabilinu. Vísir/Getty Barcelona vann í kvöld Ofurbikarinn í spænska boltanum eftir að hafa rúllað yfir erkifjendur sína í úrslitaleik. Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum. Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum.
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira