„Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 12:03 Sigurður Ingi segir engin læti innan Framsóknar. Allt sé í eðlilegum farvegi. Vísir/Vilhelm Fréttir þess efnis að þrýstingur sé innan úr hluta Framsóknar um að flýta eigi flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi innan flokksins, og fjölmiðlaumfjöllun ráði þar engu um. Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira