„Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 08:27 Mæðgurnar Caroline Darian og Gisele Pelicot í dómssal þegar réttað var yfir Dominique Pelicot sem byrlaði þeirri síðarnefndu, nauðgaði henni og bauð 83 öðrum mönnuum að gera það líka. Getty Caroline Darian, dóttir Dominique og Giséle Pelicot, segist sannfærð um að faðir sinn hafi einnig nauðgað henni þó engar sannanir séu fyrir því. Mynd af hálfklæddri meðvitundarlausri dótturinni fundust í tölvu föðursins. Hún vonar að hann losni aldrei úr fangelsi. Þetta kemur fram í Pelicot trial - The daughter's story, viðtali Emmu Barnett hjá BBC við Caroline Darian, sem hefur birst að hluta til á vefnum en kemur í heild sinni á BBC 2 á mánudag. Fjallað hefur verið ítarlega um mál Dominique Pelicot sem byrlaði konu sinni, Gisele Pelicot, ólyfjan yfir tíu ára skeið, nauðgaði henni ítrekað og bauð að minnsta kosti 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún var meðvitundarlaus. Gisele ákvað að réttarhöldin yrðu opinber til að varpa ljósi á málið og var Dominique dæmdur í tuttugu ára fangelsi þann 19. desember 2024. Darian rifjar upp í viðtalinu við BBC hvernig það var þegar móðir hennar hringdi í hana rétt eftir áttaleytið eitt mánudagskvöld í nóvember 2020 og færði henni fréttir sem breyttu öllu. „Hún tilkynnti mér að hún hefði uppgötvað um morguninn að Dominique hefði byrlað henni ólyfjan í um tíu ár svo ólíkir menn gætu nauðgað henni,“ segir Darian í viðtalinu við BBC. „Ég veit að hann byrlaði mér“ Skömmu síðar kom annað áfall fyrir Caroline þegar lögreglan hringdi í hana og boðaði hana á lögreglustöð. Þar voru henni sýndar tvær myndir sem höfðu fundist á fartölvu föður hennar. Á myndunum lá meðvitundarlaus kona á rúmi klædd í nærbuxur og stuttermabol. Til að byrja með sagðist Caroline ekki gera sér grein fyrir að hún sjálf væri á myndunum. Systkinin Caroline Darian og David Pelicot á leið í dómssal.Getty „Ég átti erfitt með að bera kennsl á sjálfa mig í byrjun,“ segir hún. „Síðan sagði lögregluþjónninn: ,Sjáðu, þú ert með sama brúna blettinn á kinninni þinni... Þetta ert þú.' Ég leit á myndirnar tvær öðruvísi... Ég lá á vinstri hlið minni alveg eins og móðir mín, á öllum hennar myndum.“ Hún segist sannfærð um faðir hennar hafi líka misnotað hana og nauðgað henni. Hann hefur ætíð neitað fyrir það en þó hefur ekki verið samræmi í skýringum hans á myndunum. „Ég veit að hann byrlaði mér, líklega fyrir kynferðislega misnotkun. En ég hef engar sannanir fyrir því,“ segir hún. Ólíkt máli Giséle eru engin sönnunargögn eða myndefni af því sem Dominique gæti hafa gert við Caroline. „Og það er staðan fyrir hver mörg fórnarlömb?“ spyr hún og bætir við: „Þeim er ekki trúað af því það eru engin sönnunargögn. Það er ekki hlustað á þau.“ Hættan komi innan frá heimilinu Skömmu eftir að glæpir Dominique komu í ljós skrifaði Caroline Darian bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022. Hún fjallar um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda og almennt um byrlanir en lyf í slíkum málum koma gjarna úr „lyfjaskáp fjölskyldunnar. „Verkjalyf og róandi lyf,“ segir hún um þau lyf sem eru notuð. Eins og í rúmlega helmingi byrlunarmála þekkti hún gerandann. Hættan, segir hún, „kemur innan frá.“ Þá segir Caroline að það hafi verið erfitt fyrir Gisele, sem var sjálf að ganga í gegnum þann hrylling að frétt að henni hefði verið nauðgað oftar en 200 sinnum af ólíkum mönnum, að takast á við að eiginmaður hennar hefði mögulega líka ráðist á dóttur þeirra. „Fyrir mömmu er erfitt að samþætta þetta allt saman í einni svipan,“ segir Caroline. Dóttir gerandans og fórnarlambsins Erfiðast sé nú fyrir Caroline að skilja að hún sé bæði dóttir kvalarans og fórnarlambsins og lýsir hún því sem „hryllilegri byrði“. Hún geti sömuleiðis ekki hugsað aftur til barnæsku sinnar og er hætt að kalla hann föður sinn. „Þegar ég horfi til baka man ég í raun ekki eftir föðurnum sem ég hélt að hann væri. Ég horfi beint til glæpamannsins, kynferðisglæpamannsins sem hann er,“ segir hún. „En ég er með erfaðefni hans og ein aðalástæðan fyrir því að ég vil svo mikið gera fyrir ósýnileg fórnarlamb er líka svo ég geti fjarlægst þennan mann,“ segir Caroline. „Ég er gjörólík Dominique.“ Hún segist ekki viss hvort hægt sé að lýsa föður hennar sem skrímsli. „Hann vissi fullvel hvað hann gerði og hann er ekki veikur,“ segir hún. „Hann er hættulegur maður. Það er ekki sjéns að hann geti losnað úr fangelsi. Ekki sjéns.“ Mál Dominique Pelicot Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. 9. janúar 2025 08:03 Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Þetta kemur fram í Pelicot trial - The daughter's story, viðtali Emmu Barnett hjá BBC við Caroline Darian, sem hefur birst að hluta til á vefnum en kemur í heild sinni á BBC 2 á mánudag. Fjallað hefur verið ítarlega um mál Dominique Pelicot sem byrlaði konu sinni, Gisele Pelicot, ólyfjan yfir tíu ára skeið, nauðgaði henni ítrekað og bauð að minnsta kosti 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún var meðvitundarlaus. Gisele ákvað að réttarhöldin yrðu opinber til að varpa ljósi á málið og var Dominique dæmdur í tuttugu ára fangelsi þann 19. desember 2024. Darian rifjar upp í viðtalinu við BBC hvernig það var þegar móðir hennar hringdi í hana rétt eftir áttaleytið eitt mánudagskvöld í nóvember 2020 og færði henni fréttir sem breyttu öllu. „Hún tilkynnti mér að hún hefði uppgötvað um morguninn að Dominique hefði byrlað henni ólyfjan í um tíu ár svo ólíkir menn gætu nauðgað henni,“ segir Darian í viðtalinu við BBC. „Ég veit að hann byrlaði mér“ Skömmu síðar kom annað áfall fyrir Caroline þegar lögreglan hringdi í hana og boðaði hana á lögreglustöð. Þar voru henni sýndar tvær myndir sem höfðu fundist á fartölvu föður hennar. Á myndunum lá meðvitundarlaus kona á rúmi klædd í nærbuxur og stuttermabol. Til að byrja með sagðist Caroline ekki gera sér grein fyrir að hún sjálf væri á myndunum. Systkinin Caroline Darian og David Pelicot á leið í dómssal.Getty „Ég átti erfitt með að bera kennsl á sjálfa mig í byrjun,“ segir hún. „Síðan sagði lögregluþjónninn: ,Sjáðu, þú ert með sama brúna blettinn á kinninni þinni... Þetta ert þú.' Ég leit á myndirnar tvær öðruvísi... Ég lá á vinstri hlið minni alveg eins og móðir mín, á öllum hennar myndum.“ Hún segist sannfærð um faðir hennar hafi líka misnotað hana og nauðgað henni. Hann hefur ætíð neitað fyrir það en þó hefur ekki verið samræmi í skýringum hans á myndunum. „Ég veit að hann byrlaði mér, líklega fyrir kynferðislega misnotkun. En ég hef engar sannanir fyrir því,“ segir hún. Ólíkt máli Giséle eru engin sönnunargögn eða myndefni af því sem Dominique gæti hafa gert við Caroline. „Og það er staðan fyrir hver mörg fórnarlömb?“ spyr hún og bætir við: „Þeim er ekki trúað af því það eru engin sönnunargögn. Það er ekki hlustað á þau.“ Hættan komi innan frá heimilinu Skömmu eftir að glæpir Dominique komu í ljós skrifaði Caroline Darian bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022. Hún fjallar um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda og almennt um byrlanir en lyf í slíkum málum koma gjarna úr „lyfjaskáp fjölskyldunnar. „Verkjalyf og róandi lyf,“ segir hún um þau lyf sem eru notuð. Eins og í rúmlega helmingi byrlunarmála þekkti hún gerandann. Hættan, segir hún, „kemur innan frá.“ Þá segir Caroline að það hafi verið erfitt fyrir Gisele, sem var sjálf að ganga í gegnum þann hrylling að frétt að henni hefði verið nauðgað oftar en 200 sinnum af ólíkum mönnum, að takast á við að eiginmaður hennar hefði mögulega líka ráðist á dóttur þeirra. „Fyrir mömmu er erfitt að samþætta þetta allt saman í einni svipan,“ segir Caroline. Dóttir gerandans og fórnarlambsins Erfiðast sé nú fyrir Caroline að skilja að hún sé bæði dóttir kvalarans og fórnarlambsins og lýsir hún því sem „hryllilegri byrði“. Hún geti sömuleiðis ekki hugsað aftur til barnæsku sinnar og er hætt að kalla hann föður sinn. „Þegar ég horfi til baka man ég í raun ekki eftir föðurnum sem ég hélt að hann væri. Ég horfi beint til glæpamannsins, kynferðisglæpamannsins sem hann er,“ segir hún. „En ég er með erfaðefni hans og ein aðalástæðan fyrir því að ég vil svo mikið gera fyrir ósýnileg fórnarlamb er líka svo ég geti fjarlægst þennan mann,“ segir Caroline. „Ég er gjörólík Dominique.“ Hún segist ekki viss hvort hægt sé að lýsa föður hennar sem skrímsli. „Hann vissi fullvel hvað hann gerði og hann er ekki veikur,“ segir hún. „Hann er hættulegur maður. Það er ekki sjéns að hann geti losnað úr fangelsi. Ekki sjéns.“
Mál Dominique Pelicot Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. 9. janúar 2025 08:03 Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. 9. janúar 2025 08:03
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38