Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:07 Hákon var tosaður hressilega niður í teignum og fékk víti auk þess sem sá brotlegi var sendur í sturtu. Vítið klúðraðist og svekkjandi jafntefli niðurstaðan. Geert van Erven/Soccrates/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn í svekkjandi markalausu jafntefli liðs hans Lille við Auxerre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira