Útgöngubann í borginni í nótt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. janúar 2025 20:07 Dröfn Ösp hefur verið búsett í Los Angeles í fimmtán ár þar sem slökkviliðsmenn berjast nú við eina verstu gróðurelda í sögu borgarinnar. Vísir/Samsett Íslendingur sem býr í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni en erfiðlega gengur að ná stjórn á gróðureldum sem þar geisa. Tíu hafa látist hið minnsta í eldunum og mörg þúsund hús brunnið, Útgöngubann verður í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér ástandið og látið greipar sópa. Fyrstu eldarnir kviknuðu á þriðjudaginn. Mjög hvasst hefur verið á svæðinu og breiddust eldarnir því hratt út. Heilu hverfin eru nú rústir einar. Tíu eru látnir og yfir tíu þúsund hús hafa brunnið. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, sem hefur búið í Los Angeles í fimmtán ár, segir nokkurn ótta meðal íbúa. „Það hafa oft verið eldar hérna síðan ég flutti hingað en ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli hættu og ótta frá öllum sem ég þekki. Það eru allir á nálum sem ég þekki og þessu er ekki lokið og það er nefnilega það versta við þetta. Svo náttúrulega var Kenneth eldurinn sem að byrjaði í gær og það var íkveikja. Þannig að þetta er ófremdarástand í borginni.“ Eldarnir loga á nokkrum stöðum. Dröfn býr í norðausturhluta borgarinnar í Highland Park eða aðeins fimmtán kílómetrum frá upptökum Eaton eldsins. Stór hraðbraut nærri húsinu hennar hefur hingað til náð að koma í veg fyrir að eldurinn hafi náð að heimili hennar og þá hefur hjálpað að vindáttin hefur snúist. Hún segir síðustu daga hafa verið erfiða. „Fyrstu tvo dagana þá var bara svört aska. Við fundum það strax þegar eldsupptökin byrjuðu þá gátum við varla sofið inni hjá okkur fyrir ösku og reykjarlykt og sváfum með grímu.“ Margir hafi misst allt sitt og eigi um sárt að binda. „Við eigum núna fimmtán vini sem eru gjörsamlega búnir að missa allt.“ Eyðileggingin er mikil í Palisades.AP/Mark J. Terrill Töskurnar tilbúnar ef þau þurfa að flýja Þau hjónin hafa fengið skilaboð um að vera tilbúin að fara ef rýma þarf svæðið. „Ég er með töskurnar mínar pakkaðar tilbúnar ef að ég fæ skipun um að yfirgefa. Gögnin í bílnum mínum sem eru mikilvæg, vegabréf og afsalið af húsinu og það allt saman en svona fatnaður og dótarí er hér. Svo þarf maður náttúrulega að passa upp á að það sé ekki sýnilegt af því síðan eru komnir glæpamenn sem eru byrjaðir að brjótast inn í hús og stela dóti hjá fólki því að mannkyninu er stundum er ekki bjargandi. Maður er svolítið vonlaus í augnablikinu.“ Eaton eldarnir loga nærri heimili Drafnar.AP/Etienne Laurent Útgöngubann verður í nótt í ákveðnum hverfum borgarinnar til að koma í veg fyrir þjófnað. Dröfn segir nýja elda enn verið að kvikna og óvíst hvenær ástandið batni en gert er ráð fyrir áframhaldandi hvössu og þurru veðri. „Það náttúrulega kviknaði eldur í Hollywood sem var hræðilegur. Ef það kviknar í Griffith Park sem er í miðjunni á Hollywood þar sem Hollywoodskiltið er þá í raun og veru er voðinn vís og þá brennur öll borginni niður til grunna. Maður getur ekki slakað á því að það er bara svo random hvenær næsti eldur getur kviknað. Maður getur í raun og veru ekki slakað á fyrr en þessu er bara lokið.“ Gróðureldar Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fyrstu eldarnir kviknuðu á þriðjudaginn. Mjög hvasst hefur verið á svæðinu og breiddust eldarnir því hratt út. Heilu hverfin eru nú rústir einar. Tíu eru látnir og yfir tíu þúsund hús hafa brunnið. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, sem hefur búið í Los Angeles í fimmtán ár, segir nokkurn ótta meðal íbúa. „Það hafa oft verið eldar hérna síðan ég flutti hingað en ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli hættu og ótta frá öllum sem ég þekki. Það eru allir á nálum sem ég þekki og þessu er ekki lokið og það er nefnilega það versta við þetta. Svo náttúrulega var Kenneth eldurinn sem að byrjaði í gær og það var íkveikja. Þannig að þetta er ófremdarástand í borginni.“ Eldarnir loga á nokkrum stöðum. Dröfn býr í norðausturhluta borgarinnar í Highland Park eða aðeins fimmtán kílómetrum frá upptökum Eaton eldsins. Stór hraðbraut nærri húsinu hennar hefur hingað til náð að koma í veg fyrir að eldurinn hafi náð að heimili hennar og þá hefur hjálpað að vindáttin hefur snúist. Hún segir síðustu daga hafa verið erfiða. „Fyrstu tvo dagana þá var bara svört aska. Við fundum það strax þegar eldsupptökin byrjuðu þá gátum við varla sofið inni hjá okkur fyrir ösku og reykjarlykt og sváfum með grímu.“ Margir hafi misst allt sitt og eigi um sárt að binda. „Við eigum núna fimmtán vini sem eru gjörsamlega búnir að missa allt.“ Eyðileggingin er mikil í Palisades.AP/Mark J. Terrill Töskurnar tilbúnar ef þau þurfa að flýja Þau hjónin hafa fengið skilaboð um að vera tilbúin að fara ef rýma þarf svæðið. „Ég er með töskurnar mínar pakkaðar tilbúnar ef að ég fæ skipun um að yfirgefa. Gögnin í bílnum mínum sem eru mikilvæg, vegabréf og afsalið af húsinu og það allt saman en svona fatnaður og dótarí er hér. Svo þarf maður náttúrulega að passa upp á að það sé ekki sýnilegt af því síðan eru komnir glæpamenn sem eru byrjaðir að brjótast inn í hús og stela dóti hjá fólki því að mannkyninu er stundum er ekki bjargandi. Maður er svolítið vonlaus í augnablikinu.“ Eaton eldarnir loga nærri heimili Drafnar.AP/Etienne Laurent Útgöngubann verður í nótt í ákveðnum hverfum borgarinnar til að koma í veg fyrir þjófnað. Dröfn segir nýja elda enn verið að kvikna og óvíst hvenær ástandið batni en gert er ráð fyrir áframhaldandi hvössu og þurru veðri. „Það náttúrulega kviknaði eldur í Hollywood sem var hræðilegur. Ef það kviknar í Griffith Park sem er í miðjunni á Hollywood þar sem Hollywoodskiltið er þá í raun og veru er voðinn vís og þá brennur öll borginni niður til grunna. Maður getur ekki slakað á því að það er bara svo random hvenær næsti eldur getur kviknað. Maður getur í raun og veru ekki slakað á fyrr en þessu er bara lokið.“
Gróðureldar Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53