Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. janúar 2025 21:58 Sigríður Gunnarsdóttir býr í Smyrilshlíð. Hún er ekki ánægð með fyrirhugaðar framkvæmdir í hverfinu. Vísir/Bjarni Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum. Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels