Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 16:47 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Al-Orobah. @alorobah_fc Forráðamenn velska liðsins New Saints hafa lagt inn formlega kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna sádiarabíska liðsins Al-Orobah. Síðarnefnda liðið skuldi því velska rúmar 30 milljónir. New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034. Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034.
Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira