Mo Salah skýtur á Carragher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 23:02 Mohamed Salah er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og Liverpool er með sex stiga forskot á toppnum. Getty/Liverpool FC Jamie Carragher hefur gagnrýnt það hvernig Mohamed Salah hefur talað um samningamál sín í fjölmiðlum. Á sama tíma og Egyptinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þá er samingur hans að renna út í sumar. Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira