Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2025 10:11 Úr myndbandi sem tekið var með rússneskum dróna og sagt er sýna úkraínska hermenn sækja fram í Kúrsk. Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. Þá er mikilvægur bær í Dónetskhéraði fallinn í hendur Rússa eftir umfangsmikla bardaga. Sókn Úkraínumanna í Kúrsk hófst í gærmorgun og er sögð hafa verið gerð í þrjár áttir. Notuðust þeir við nokkurn fjölda bryndreka til að sækja fram til austurs, frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar sögðu í gær að rússneskir hermenn hefðu kvartað sérstaklega yfir umfangsmikilli notkun Úkraínumanna á rafbúnaði sem truflar sendingar til sjálfsprengidróna og mun það hafa gert varnir Rússa erfiðari en ella. Úkraínumenn sögðu árásina hafa komið Rússum í opna skjöldu en óljóst er hvort það sé satt. Sjá einnig: Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Ef marka má varnarmálaráðuneyti Rússlands var árás Úkraínumanna stöðvuð tiltölulega fljótt en enn berast fregnir af bardögum af svæðinu, samkvæmt rússneskum herbloggurum. Myndefni sem þeir hafa birt og tekið var upp með rússneskum drónum, hefur sýnt að Úkraínumenn hafa tekið að minnsta kosti þrjú þorp á svæðinu og sótt fram um tæpa þrjá kílómetra gegnum varnir Rússa. Aðrir segja sóknina hafa náð allt að átta kílómetra inn á yfirráðasvæði Rússa. NEW: Ukrainian forces resumed offensive operations in at least three areas within the Ukrainian salient in Kursk Oblast and made tactical advances on January 5. (1/3) pic.twitter.com/WFLEhLH5eY— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 6, 2025 Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi í morgun gert árásir á varnir Rússa við þorpið Berdyn í Rússlandi en Rússar segjast hafa stöðvað Úkraínumenn í jaðri þorpsins í gær. Rússar gerðu eigin sókn Samhliða gagnsókn Úkraínumanna eru Rússar sagðir hafa gert umfangsmikla sókn annarsstaðar í Kúrskhéraði í gær. Úkraínskur hermaður sem komið hefur að bardögum í Kúrsk sagði í gær að sókn Rússa væri sú umfangsmesta í Kúrsk frá því í haust. Rússar eru sagðir hafa orðið fyrir einhverju mannfalli þar og hefur nýbirt myndefni sýnt fram á það. Vert er að taka fram að eins og gengur og gerist hafa takmarkaðar fréttir borist af svæðinu enn sem komið er og fátt staðfest af svæðinu. Í einföldu máli segja ráðamenn í Úkraínu að þeim gangi vel en frá Kreml heyrist að Úkraínumönnum gangi illa og Rússum vel. Úkraínumenn réðust fyrst inn í Kúrsk í ágúst og kom sú árás Rússum í opna skjöldu. Stór hluti héraðsins féll í hendur úkraínskra hermanna og margir rússneskir hermenn voru handsamaðir. Síðan þá hafa Rússar sótt fram jafnt og þétt og hafa þeir frelsað tæplega helming þess svæði sem Úkraínumenn tóku í sumar. Sækja enn fram í suðaustri Enn sækja Rússar fram í suðausturhluta Úkraínu, þar sem bærinn Kurakhove féll nýverið í hendur þeirra. Það er nokkuð stór bær og hafa bardagar um hann staðið um nokkuð skeið. Bærinn hefur verið lagður í rúst í þessum bardögum. Sókn Rússa á þessu svæði hefur verið hæg en stöðug undanfarna mánuði og eru Úkraínumenn sagðir glíma við mikla manneklu á þessu svæði en í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fall Kurakhove muni gera Rússum kleift að sækja hraðar fram. Allt síðasta ár eru Rússar taldir hafa lagt undir sig um 4.200 ferkílómetra í Úkraínu. Samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war tóku Rússar helming þess svæðis frá september til nóvember og nánast allt í Dónetskhéraði í suðausturhluta Úkraínu. Rússar stjórna nú um fimmtungi af Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þá er mikilvægur bær í Dónetskhéraði fallinn í hendur Rússa eftir umfangsmikla bardaga. Sókn Úkraínumanna í Kúrsk hófst í gærmorgun og er sögð hafa verið gerð í þrjár áttir. Notuðust þeir við nokkurn fjölda bryndreka til að sækja fram til austurs, frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar sögðu í gær að rússneskir hermenn hefðu kvartað sérstaklega yfir umfangsmikilli notkun Úkraínumanna á rafbúnaði sem truflar sendingar til sjálfsprengidróna og mun það hafa gert varnir Rússa erfiðari en ella. Úkraínumenn sögðu árásina hafa komið Rússum í opna skjöldu en óljóst er hvort það sé satt. Sjá einnig: Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Ef marka má varnarmálaráðuneyti Rússlands var árás Úkraínumanna stöðvuð tiltölulega fljótt en enn berast fregnir af bardögum af svæðinu, samkvæmt rússneskum herbloggurum. Myndefni sem þeir hafa birt og tekið var upp með rússneskum drónum, hefur sýnt að Úkraínumenn hafa tekið að minnsta kosti þrjú þorp á svæðinu og sótt fram um tæpa þrjá kílómetra gegnum varnir Rússa. Aðrir segja sóknina hafa náð allt að átta kílómetra inn á yfirráðasvæði Rússa. NEW: Ukrainian forces resumed offensive operations in at least three areas within the Ukrainian salient in Kursk Oblast and made tactical advances on January 5. (1/3) pic.twitter.com/WFLEhLH5eY— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 6, 2025 Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi í morgun gert árásir á varnir Rússa við þorpið Berdyn í Rússlandi en Rússar segjast hafa stöðvað Úkraínumenn í jaðri þorpsins í gær. Rússar gerðu eigin sókn Samhliða gagnsókn Úkraínumanna eru Rússar sagðir hafa gert umfangsmikla sókn annarsstaðar í Kúrskhéraði í gær. Úkraínskur hermaður sem komið hefur að bardögum í Kúrsk sagði í gær að sókn Rússa væri sú umfangsmesta í Kúrsk frá því í haust. Rússar eru sagðir hafa orðið fyrir einhverju mannfalli þar og hefur nýbirt myndefni sýnt fram á það. Vert er að taka fram að eins og gengur og gerist hafa takmarkaðar fréttir borist af svæðinu enn sem komið er og fátt staðfest af svæðinu. Í einföldu máli segja ráðamenn í Úkraínu að þeim gangi vel en frá Kreml heyrist að Úkraínumönnum gangi illa og Rússum vel. Úkraínumenn réðust fyrst inn í Kúrsk í ágúst og kom sú árás Rússum í opna skjöldu. Stór hluti héraðsins féll í hendur úkraínskra hermanna og margir rússneskir hermenn voru handsamaðir. Síðan þá hafa Rússar sótt fram jafnt og þétt og hafa þeir frelsað tæplega helming þess svæði sem Úkraínumenn tóku í sumar. Sækja enn fram í suðaustri Enn sækja Rússar fram í suðausturhluta Úkraínu, þar sem bærinn Kurakhove féll nýverið í hendur þeirra. Það er nokkuð stór bær og hafa bardagar um hann staðið um nokkuð skeið. Bærinn hefur verið lagður í rúst í þessum bardögum. Sókn Rússa á þessu svæði hefur verið hæg en stöðug undanfarna mánuði og eru Úkraínumenn sagðir glíma við mikla manneklu á þessu svæði en í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fall Kurakhove muni gera Rússum kleift að sækja hraðar fram. Allt síðasta ár eru Rússar taldir hafa lagt undir sig um 4.200 ferkílómetra í Úkraínu. Samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war tóku Rússar helming þess svæðis frá september til nóvember og nánast allt í Dónetskhéraði í suðausturhluta Úkraínu. Rússar stjórna nú um fimmtungi af Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57
Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41