Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2025 10:11 Úr myndbandi sem tekið var með rússneskum dróna og sagt er sýna úkraínska hermenn sækja fram í Kúrsk. Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. Þá er mikilvægur bær í Dónetskhéraði fallinn í hendur Rússa eftir umfangsmikla bardaga. Sókn Úkraínumanna í Kúrsk hófst í gærmorgun og er sögð hafa verið gerð í þrjár áttir. Notuðust þeir við nokkurn fjölda bryndreka til að sækja fram til austurs, frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar sögðu í gær að rússneskir hermenn hefðu kvartað sérstaklega yfir umfangsmikilli notkun Úkraínumanna á rafbúnaði sem truflar sendingar til sjálfsprengidróna og mun það hafa gert varnir Rússa erfiðari en ella. Úkraínumenn sögðu árásina hafa komið Rússum í opna skjöldu en óljóst er hvort það sé satt. Sjá einnig: Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Ef marka má varnarmálaráðuneyti Rússlands var árás Úkraínumanna stöðvuð tiltölulega fljótt en enn berast fregnir af bardögum af svæðinu, samkvæmt rússneskum herbloggurum. Myndefni sem þeir hafa birt og tekið var upp með rússneskum drónum, hefur sýnt að Úkraínumenn hafa tekið að minnsta kosti þrjú þorp á svæðinu og sótt fram um tæpa þrjá kílómetra gegnum varnir Rússa. Aðrir segja sóknina hafa náð allt að átta kílómetra inn á yfirráðasvæði Rússa. NEW: Ukrainian forces resumed offensive operations in at least three areas within the Ukrainian salient in Kursk Oblast and made tactical advances on January 5. (1/3) pic.twitter.com/WFLEhLH5eY— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 6, 2025 Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi í morgun gert árásir á varnir Rússa við þorpið Berdyn í Rússlandi en Rússar segjast hafa stöðvað Úkraínumenn í jaðri þorpsins í gær. Rússar gerðu eigin sókn Samhliða gagnsókn Úkraínumanna eru Rússar sagðir hafa gert umfangsmikla sókn annarsstaðar í Kúrskhéraði í gær. Úkraínskur hermaður sem komið hefur að bardögum í Kúrsk sagði í gær að sókn Rússa væri sú umfangsmesta í Kúrsk frá því í haust. Rússar eru sagðir hafa orðið fyrir einhverju mannfalli þar og hefur nýbirt myndefni sýnt fram á það. Vert er að taka fram að eins og gengur og gerist hafa takmarkaðar fréttir borist af svæðinu enn sem komið er og fátt staðfest af svæðinu. Í einföldu máli segja ráðamenn í Úkraínu að þeim gangi vel en frá Kreml heyrist að Úkraínumönnum gangi illa og Rússum vel. Úkraínumenn réðust fyrst inn í Kúrsk í ágúst og kom sú árás Rússum í opna skjöldu. Stór hluti héraðsins féll í hendur úkraínskra hermanna og margir rússneskir hermenn voru handsamaðir. Síðan þá hafa Rússar sótt fram jafnt og þétt og hafa þeir frelsað tæplega helming þess svæði sem Úkraínumenn tóku í sumar. Sækja enn fram í suðaustri Enn sækja Rússar fram í suðausturhluta Úkraínu, þar sem bærinn Kurakhove féll nýverið í hendur þeirra. Það er nokkuð stór bær og hafa bardagar um hann staðið um nokkuð skeið. Bærinn hefur verið lagður í rúst í þessum bardögum. Sókn Rússa á þessu svæði hefur verið hæg en stöðug undanfarna mánuði og eru Úkraínumenn sagðir glíma við mikla manneklu á þessu svæði en í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fall Kurakhove muni gera Rússum kleift að sækja hraðar fram. Allt síðasta ár eru Rússar taldir hafa lagt undir sig um 4.200 ferkílómetra í Úkraínu. Samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war tóku Rússar helming þess svæðis frá september til nóvember og nánast allt í Dónetskhéraði í suðausturhluta Úkraínu. Rússar stjórna nú um fimmtungi af Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Þá er mikilvægur bær í Dónetskhéraði fallinn í hendur Rússa eftir umfangsmikla bardaga. Sókn Úkraínumanna í Kúrsk hófst í gærmorgun og er sögð hafa verið gerð í þrjár áttir. Notuðust þeir við nokkurn fjölda bryndreka til að sækja fram til austurs, frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar sögðu í gær að rússneskir hermenn hefðu kvartað sérstaklega yfir umfangsmikilli notkun Úkraínumanna á rafbúnaði sem truflar sendingar til sjálfsprengidróna og mun það hafa gert varnir Rússa erfiðari en ella. Úkraínumenn sögðu árásina hafa komið Rússum í opna skjöldu en óljóst er hvort það sé satt. Sjá einnig: Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Ef marka má varnarmálaráðuneyti Rússlands var árás Úkraínumanna stöðvuð tiltölulega fljótt en enn berast fregnir af bardögum af svæðinu, samkvæmt rússneskum herbloggurum. Myndefni sem þeir hafa birt og tekið var upp með rússneskum drónum, hefur sýnt að Úkraínumenn hafa tekið að minnsta kosti þrjú þorp á svæðinu og sótt fram um tæpa þrjá kílómetra gegnum varnir Rússa. Aðrir segja sóknina hafa náð allt að átta kílómetra inn á yfirráðasvæði Rússa. NEW: Ukrainian forces resumed offensive operations in at least three areas within the Ukrainian salient in Kursk Oblast and made tactical advances on January 5. (1/3) pic.twitter.com/WFLEhLH5eY— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 6, 2025 Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi í morgun gert árásir á varnir Rússa við þorpið Berdyn í Rússlandi en Rússar segjast hafa stöðvað Úkraínumenn í jaðri þorpsins í gær. Rússar gerðu eigin sókn Samhliða gagnsókn Úkraínumanna eru Rússar sagðir hafa gert umfangsmikla sókn annarsstaðar í Kúrskhéraði í gær. Úkraínskur hermaður sem komið hefur að bardögum í Kúrsk sagði í gær að sókn Rússa væri sú umfangsmesta í Kúrsk frá því í haust. Rússar eru sagðir hafa orðið fyrir einhverju mannfalli þar og hefur nýbirt myndefni sýnt fram á það. Vert er að taka fram að eins og gengur og gerist hafa takmarkaðar fréttir borist af svæðinu enn sem komið er og fátt staðfest af svæðinu. Í einföldu máli segja ráðamenn í Úkraínu að þeim gangi vel en frá Kreml heyrist að Úkraínumönnum gangi illa og Rússum vel. Úkraínumenn réðust fyrst inn í Kúrsk í ágúst og kom sú árás Rússum í opna skjöldu. Stór hluti héraðsins féll í hendur úkraínskra hermanna og margir rússneskir hermenn voru handsamaðir. Síðan þá hafa Rússar sótt fram jafnt og þétt og hafa þeir frelsað tæplega helming þess svæði sem Úkraínumenn tóku í sumar. Sækja enn fram í suðaustri Enn sækja Rússar fram í suðausturhluta Úkraínu, þar sem bærinn Kurakhove féll nýverið í hendur þeirra. Það er nokkuð stór bær og hafa bardagar um hann staðið um nokkuð skeið. Bærinn hefur verið lagður í rúst í þessum bardögum. Sókn Rússa á þessu svæði hefur verið hæg en stöðug undanfarna mánuði og eru Úkraínumenn sagðir glíma við mikla manneklu á þessu svæði en í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fall Kurakhove muni gera Rússum kleift að sækja hraðar fram. Allt síðasta ár eru Rússar taldir hafa lagt undir sig um 4.200 ferkílómetra í Úkraínu. Samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war tóku Rússar helming þess svæðis frá september til nóvember og nánast allt í Dónetskhéraði í suðausturhluta Úkraínu. Rússar stjórna nú um fimmtungi af Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57
Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41