Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 08:05 Málið varðar andlát hjóna í Neskaupsstað í ágúst. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér. Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira