Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 11:45 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður. Það er alla jafna mikið álag á bráðamóttöku á nýársnótt og var engin undantekning þar á í nótt að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis hjá bráðamóttöku Landspítalans. „Því miður var talsvert um það að fólk gripi til ofbeldis á svona skemmtananótt og langmesta álagið var hreinlega bara vegna ölvunar og það var talsvert að gera í að sinna afleiðingum ofbeldis og ölvunar hérna í nótt,“ segir Hjalti. Nokkuð minna var þó um áverka vegna flugeldaslysa en oft áður að sögn Hjalta. „Nóttin var annasöm eins og venjan er á gamlárskvöld hjá okkur en það ánægjulega var að það var mjög lítið um flugeldaslys þessi áramótin. Það voru tveir einstaklingar sem komu sem betur fer bara með minniháttar áverka en það voru engir alvarlegir áverkar vegna flugelda þessi áramótin.“ Oft hafi verið meira um áverka vegna flugeldaslysa á nýársnótt. „Þetta er mun minna heldur en við höfum séð síðustu áramót og það virðist vera sem betur fer að fólk sé að fara varlegar og vonandi að skjóta eitthvað minna upp af flugeldum heldur en það gerði,“ segir Hjalti. Það er ekki aðeins slysahætta sem stafar af flugeldum en varað hafði verið við mikilli svifryksmengun sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu, einkum hjá viðkvæmum hópum. „Það voru engar komur sem voru beinlýnis raktar til þess þannig að það voru engin bráð einkenni af þeirri óhóflegu mengun sem varð vegna flugeldanna í nótt en þar eru náttúrlega eiturefni sem eru skaðleg umhverfinu og heilsu fólks til langs tíma en það voru engar bráðar eitranir af því,“ segir Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Flugeldar Áramót Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Það er alla jafna mikið álag á bráðamóttöku á nýársnótt og var engin undantekning þar á í nótt að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis hjá bráðamóttöku Landspítalans. „Því miður var talsvert um það að fólk gripi til ofbeldis á svona skemmtananótt og langmesta álagið var hreinlega bara vegna ölvunar og það var talsvert að gera í að sinna afleiðingum ofbeldis og ölvunar hérna í nótt,“ segir Hjalti. Nokkuð minna var þó um áverka vegna flugeldaslysa en oft áður að sögn Hjalta. „Nóttin var annasöm eins og venjan er á gamlárskvöld hjá okkur en það ánægjulega var að það var mjög lítið um flugeldaslys þessi áramótin. Það voru tveir einstaklingar sem komu sem betur fer bara með minniháttar áverka en það voru engir alvarlegir áverkar vegna flugelda þessi áramótin.“ Oft hafi verið meira um áverka vegna flugeldaslysa á nýársnótt. „Þetta er mun minna heldur en við höfum séð síðustu áramót og það virðist vera sem betur fer að fólk sé að fara varlegar og vonandi að skjóta eitthvað minna upp af flugeldum heldur en það gerði,“ segir Hjalti. Það er ekki aðeins slysahætta sem stafar af flugeldum en varað hafði verið við mikilli svifryksmengun sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu, einkum hjá viðkvæmum hópum. „Það voru engar komur sem voru beinlýnis raktar til þess þannig að það voru engin bráð einkenni af þeirri óhóflegu mengun sem varð vegna flugeldanna í nótt en þar eru náttúrlega eiturefni sem eru skaðleg umhverfinu og heilsu fólks til langs tíma en það voru engar bráðar eitranir af því,“ segir Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Flugeldar Áramót Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira