3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. desember 2024 16:55 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vilhelm/Einar Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldis sem að Matvælastofnun (MAST) heldur úti. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir í samtali við Vísi að meðalafföll í sjókvíaeldi sé að stefna í yfir tuttugu prósent á árinu. „Þetta er tala sem nær yfir fisk sem drepst í kvíunum eða er það illa særður að það þarf að farga honum. Hver eldislota varir lengur en mánuður, í sjókvíaeldi eru þetta svona 18 til 24 mánuðir sem eldislaxinn er í kvíunum. Ef við skoðum hversu mikið hefur drepist í kvíum hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum þessi síðustu tvö ár þá er þetta farið að slá upp í fjörutíu prósent af fiski sem er settur í kvíarnar sem drepst áður en það kemur að slátrun. Þetta eru fjórir fiskar af tíu sem nær ekki slátrun og drepst eða þarf að farga.“ Met slegið ár eftir ár Á síðasta ári var slegið met í förgun og affalli í sjókvíaeldi sem verður seint toppað en þá hafði í raun verið slegið met ár eftir ár fram að því. „Þróunin hér hefur verið þannig að hvert ár hefur verið verra en það sem á undan fór. Þetta ár verður það líklega ekki en það er því að árið í fyrra var svo hrikalegt vegna lúsarfaraldursins í Tálknafirði. Þá þurftu þeir að farga í einum mánuði 1,7 milljón laxa vegna lúsaskaða í október. Desembermánuður er ekki kominn inn á vefsíðuna en það verður ekki slegið enda er þetta líka alveg nógu hrikalegt.“ Langmestu afföllin urðu í nóvember þegar 635.775 fiskar drápust en þá var 20.120 fiskum fargað. Hér fyrir neðan má sjá heildartölu fyrir afföll og förgun fyrir árið. Töflureiknir með heildartölum fyrir hvern mánuð. „Dýravelferðarvandi af óþekktri stærð“ Jón segir að meirihlutann í nóvember hafi drepist í Fáskrúðsfirði. „Meirihlutinn í Fáskrúðsfirði hjá Kaldvík þegar um 434.000 eldislaxar drápust nokkrum dögum eftir að þeir voru settir í kvíarnar. Það er á við um sjöfaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins. Þetta hýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfall fyrir Kaldvík. Fyrir utan dýravelferðarmartröðina.“ Í febrúarmánuði voru afföll 525.571 fiskar en 47.654 fiskum var fargað. „Skýringarnar þá voru útsetning smárra seiða í október 2024 og í kjölfarið frekar kaldur vetur fyrir vestan sem olli vetrarsárum og eins var víst sníkjudýrið parvicapsula pseudobranchicola skætt í kvíunum fyrir vestan,“ segir Jón um febrúar mánuð. Jón tekur fram að það sé sorglegt að dýravelferðarsjónarmið fari algjörlega forgörðum í sjókvíaeldi. „Þetta er dýravelferðarvandi af óþekktri stærð. Það er ekki viðbúið að þessi fyrirtæki fái að starfa áfram, að mínu mati og okkar hjá sjóðnum, þegar þau fara svona með skepnurnar sínar.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldis sem að Matvælastofnun (MAST) heldur úti. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir í samtali við Vísi að meðalafföll í sjókvíaeldi sé að stefna í yfir tuttugu prósent á árinu. „Þetta er tala sem nær yfir fisk sem drepst í kvíunum eða er það illa særður að það þarf að farga honum. Hver eldislota varir lengur en mánuður, í sjókvíaeldi eru þetta svona 18 til 24 mánuðir sem eldislaxinn er í kvíunum. Ef við skoðum hversu mikið hefur drepist í kvíum hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum þessi síðustu tvö ár þá er þetta farið að slá upp í fjörutíu prósent af fiski sem er settur í kvíarnar sem drepst áður en það kemur að slátrun. Þetta eru fjórir fiskar af tíu sem nær ekki slátrun og drepst eða þarf að farga.“ Met slegið ár eftir ár Á síðasta ári var slegið met í förgun og affalli í sjókvíaeldi sem verður seint toppað en þá hafði í raun verið slegið met ár eftir ár fram að því. „Þróunin hér hefur verið þannig að hvert ár hefur verið verra en það sem á undan fór. Þetta ár verður það líklega ekki en það er því að árið í fyrra var svo hrikalegt vegna lúsarfaraldursins í Tálknafirði. Þá þurftu þeir að farga í einum mánuði 1,7 milljón laxa vegna lúsaskaða í október. Desembermánuður er ekki kominn inn á vefsíðuna en það verður ekki slegið enda er þetta líka alveg nógu hrikalegt.“ Langmestu afföllin urðu í nóvember þegar 635.775 fiskar drápust en þá var 20.120 fiskum fargað. Hér fyrir neðan má sjá heildartölu fyrir afföll og förgun fyrir árið. Töflureiknir með heildartölum fyrir hvern mánuð. „Dýravelferðarvandi af óþekktri stærð“ Jón segir að meirihlutann í nóvember hafi drepist í Fáskrúðsfirði. „Meirihlutinn í Fáskrúðsfirði hjá Kaldvík þegar um 434.000 eldislaxar drápust nokkrum dögum eftir að þeir voru settir í kvíarnar. Það er á við um sjöfaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins. Þetta hýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfall fyrir Kaldvík. Fyrir utan dýravelferðarmartröðina.“ Í febrúarmánuði voru afföll 525.571 fiskar en 47.654 fiskum var fargað. „Skýringarnar þá voru útsetning smárra seiða í október 2024 og í kjölfarið frekar kaldur vetur fyrir vestan sem olli vetrarsárum og eins var víst sníkjudýrið parvicapsula pseudobranchicola skætt í kvíunum fyrir vestan,“ segir Jón um febrúar mánuð. Jón tekur fram að það sé sorglegt að dýravelferðarsjónarmið fari algjörlega forgörðum í sjókvíaeldi. „Þetta er dýravelferðarvandi af óþekktri stærð. Það er ekki viðbúið að þessi fyrirtæki fái að starfa áfram, að mínu mati og okkar hjá sjóðnum, þegar þau fara svona með skepnurnar sínar.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira