Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir í samtali við blaðið, að velferðarvandi í sjókvíaeldi á laxi sé gríðarlegur.Vísir/Vilhelm
Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun.
Fréttablaðið fjallar um málið í dag og bendir á að árið þar á undan hafi einnig slegið met þegar kemur að dauða fiska í kvíunum. Í blaðinu segir að afföll á síðasta ári hafi numið nítján prósentum sem sé nærri 27 prósentum meira en gerist að meðaltali í norsku sjókvíaeldi.
Á mælaborði Matvælastofnunar má sjá að afföllin hafa verið gríðarleg.
Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir í samtali við blaðið að velferðarvandi í sjókvíaeldi á laxi sé gríðarlegur hér við land. Þá er einnig rætt við Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóra Laxa hf. á Austurlandi sem viðurkennir að vaxtaverkir hafi fylgt hraðri uppbyggingu hér á landi og að atvinnugreinin sé enn að læra.
Jón Kaldal bætir við að allt of mikil áhersla hafi verið lögð á vöxt greinarinnar, sem hafi bersýnilega komið niður á velferð eldisdýranna.
Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni.
Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.