Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2024 11:22 Þessa mynd birti orkufyrirtæki Grænlands með fréttatilkynningu um orsök straumrofsins. Nukissiorfiit Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum: Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum:
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36