Enginn læknir á vaktinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 13:04 Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, sem er formaður byggðarráðs Rangárþings ytra. Hún er ekki sátt við stöðu mála í Rangárvallasýslu hvað varðar mönnun lækna á svæðinu. Magnús Hlyhnur Hreiðarsson Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira