Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 11:42 Petteri Orpo er forsætisráðherra Finnlands. AP/Geert Vanden Wijngaert Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. Lögreglu barst tilkynning um bilunina um eittleytið í gær að staðartíma frá finnska fyrirtækinu Finngrid sem sér um dreifikerfi rafmagns í Finnlandi. Fram kemur í tilkynningu frá finnska lögregluembættinu að rannsókn sé hafin í samvinnu við landhelgisgæsluna og að sérstaklega sé verið að kanna möguleg tengsl erlends flutningaskips við truflunina. Petteri Orpo forsætisráðherra sagði í færslu á samfélagsmiðlum að bilunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á rafmagnsforða Finna yfir hátíðarnar. Arto Pahkin, framkvæmdastjóri Finngrid, sagði í samtali við ríkisútvarp Finna að mögulega væri um skemmdarverk að ræða. Tvö skip voru í nágrenni sæstrengsins þegar truflun varð. Hann tjáði sig ekki um nöfn eða uppruna skipanna. Annað skipanna sigldi yfir sæstrenginn akkúrat þegar tengingin rofnaði. Fram kemur í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins að olíuflutningaskip að nafni Eagle S, sem siglir undir fána Cook-eyja, hafi verið í nágrenni strengsins og hafi greinilega hægt á ferð sinni um það leyti sem tekið var eftir trufluninni. Skip landhelgisgæslunnar fylgdi flutningaskipinu út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Samkvæmt MarineTraffic var skipið á leið frá Pétursborg til Egyptalands. Í nóvember rofnuðu tveir sæstrengir í Eystrasalti og talið var að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Annar lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Sæstrengir Finnland Rússland Eistland Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um bilunina um eittleytið í gær að staðartíma frá finnska fyrirtækinu Finngrid sem sér um dreifikerfi rafmagns í Finnlandi. Fram kemur í tilkynningu frá finnska lögregluembættinu að rannsókn sé hafin í samvinnu við landhelgisgæsluna og að sérstaklega sé verið að kanna möguleg tengsl erlends flutningaskips við truflunina. Petteri Orpo forsætisráðherra sagði í færslu á samfélagsmiðlum að bilunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á rafmagnsforða Finna yfir hátíðarnar. Arto Pahkin, framkvæmdastjóri Finngrid, sagði í samtali við ríkisútvarp Finna að mögulega væri um skemmdarverk að ræða. Tvö skip voru í nágrenni sæstrengsins þegar truflun varð. Hann tjáði sig ekki um nöfn eða uppruna skipanna. Annað skipanna sigldi yfir sæstrenginn akkúrat þegar tengingin rofnaði. Fram kemur í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins að olíuflutningaskip að nafni Eagle S, sem siglir undir fána Cook-eyja, hafi verið í nágrenni strengsins og hafi greinilega hægt á ferð sinni um það leyti sem tekið var eftir trufluninni. Skip landhelgisgæslunnar fylgdi flutningaskipinu út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Samkvæmt MarineTraffic var skipið á leið frá Pétursborg til Egyptalands. Í nóvember rofnuðu tveir sæstrengir í Eystrasalti og talið var að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Annar lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Sæstrengir Finnland Rússland Eistland Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38