Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2024 19:02 Lina Soulouko hefur áður starfað fyrir „fótboltafjölskylduna“ sem Nottingham Forest er hluti af. Nottingham Forest hefur ráðið nýjan forstjóra, eftir tæp tvö ár án slíks. Lina Soulouko mun taka við starfinu en henni var bolað burt af mikilli reiði úr framkvæmdastjórastarfi hjá Roma í haust. Forest hefur ekki haft forstjóra síðan í janúar 2023, þegar Dane Murphy lét af störfum. Eigandi félagsins Evangelos Marinakis fór á kunnuglegar slóðir í leit að eftirmanni hans. Hann hefur áður unnið með Linu Souloukou og líkað vel. Hún byrjaði sem lögfræðingur en vann sig fljótt upp í framkvæmdastjórn hjá félagi Marinakis, sem á gríska liðið Olympiacos, portúgalska liðið Rio Ave og auðvitað Nottingham Forest, sem leikur í ensku úrvaldsdeildinni. Marinakis hefur einnig augastað á brasilíska félaginu Vasco de Gama og er í samningaviðræðum um kaup. Souloukou mun koma eitthvað að rekstri allra félaganna og veita ráðgjöf, en aðallega einbeita sér að Nottingham Forest. Hún hefur verið án starfs síðan í september, þá var henni bolað burt frá Roma eftir að hafa tekið afar umdeilda ákvörðun og rekið þjálfarann Daniele de Rossi, goðsögn hjá félaginu. Hún sætti hótunum af hálfu stuðningsmanna í kjölfarið og þurfti að leitast eftir lögregluvernd. Stuttu eftir það sagði hún af sér. En nú hefur Souloukou snúið aftur í faðm fjölskyldunnar, eins og hún orðaði það. „Ég er heiðruð og ánægð að ganga aftur í fótboltafjölskyldu Marinakis. Það er spennandi tækifæri að leiða Nottingham Forest og einnig leggja mitt af mörkum til hinna félaganna. Ég hlakka til að hefja störf og sækja að okkar sameiginlegu markmiðum,“ sagði hún eftir að ráðningin var tilkynnt. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Forest hefur ekki haft forstjóra síðan í janúar 2023, þegar Dane Murphy lét af störfum. Eigandi félagsins Evangelos Marinakis fór á kunnuglegar slóðir í leit að eftirmanni hans. Hann hefur áður unnið með Linu Souloukou og líkað vel. Hún byrjaði sem lögfræðingur en vann sig fljótt upp í framkvæmdastjórn hjá félagi Marinakis, sem á gríska liðið Olympiacos, portúgalska liðið Rio Ave og auðvitað Nottingham Forest, sem leikur í ensku úrvaldsdeildinni. Marinakis hefur einnig augastað á brasilíska félaginu Vasco de Gama og er í samningaviðræðum um kaup. Souloukou mun koma eitthvað að rekstri allra félaganna og veita ráðgjöf, en aðallega einbeita sér að Nottingham Forest. Hún hefur verið án starfs síðan í september, þá var henni bolað burt frá Roma eftir að hafa tekið afar umdeilda ákvörðun og rekið þjálfarann Daniele de Rossi, goðsögn hjá félaginu. Hún sætti hótunum af hálfu stuðningsmanna í kjölfarið og þurfti að leitast eftir lögregluvernd. Stuttu eftir það sagði hún af sér. En nú hefur Souloukou snúið aftur í faðm fjölskyldunnar, eins og hún orðaði það. „Ég er heiðruð og ánægð að ganga aftur í fótboltafjölskyldu Marinakis. Það er spennandi tækifæri að leiða Nottingham Forest og einnig leggja mitt af mörkum til hinna félaganna. Ég hlakka til að hefja störf og sækja að okkar sameiginlegu markmiðum,“ sagði hún eftir að ráðningin var tilkynnt.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira