Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir var ósammála kollegum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42