Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 19:08 Inga Sæland var glöð í bragði á Bessastöðum í gær. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera. Forystukonur ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján opnaði þáttinn með því að vekja máls á því að stefnuyfirlýsing flokkanna þriggja sem kynnt var í gær væri svolítið opin og margt ekki mjög nákvæmt sem þar kemur fram. Margt óútfært en fréttnæmt þó Kristrún tók undir það að margt væri ekki að fullu útfært í yfirlýsingunni. „Þetta er stefnuyfirlýsing og þetta eru auðvitað sameiginleg markmið. Sumt er útfærðara en annað það er alveg rétt. En þetta er kannski líkara því sem áður var, þar sem að samstarf var byggt á trausti og virðingu og sameiginlegum markmiðum og það þurfti ekki að skrifa tugi blaðsíðna til að binda hendur hvers einasta flokks og hvers einasta ráðherra til að fylgja því þannig eftir,“ sagði Kristrún. Engu að síður sé margt fréttnæmt að finna í sáttmálanum. Traustið þeirra á milli sé það sem skipti mestu máli og einnig það að þær séu sammála um staðreyndir. Óljóst hvað átt er við með „réttlátum auðlindagjöldum“ Kristrún vildi jafnframt meina að yfirlýsingin væri mjög skýr hvað varðar auðlindamál. Þáttarstjórnandi gerði þá athugasemd við hugtakið „réttlátt auðlindagjald,“ hugtak sem sé „eitt óskýrasta hugtak sem verið hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarin mörg ár,“ líkt og Kristján orðaði það og kallaði eftir nánari skýringum. Þessu svaraði Kristrún til með því að segja að þar væri um að ræða hærri auðlindagjöld. „Ef fólk ætlar að telja sig niður á eina tölu akkúrat núna, þá erum við komin svolítið fram úr okkur,“ sagði Kristrún sem vildi ekkert nánar gefa upp um það hversu mikið ríkisstjórnin hyggst hækka auðlindagjöld. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynntu stefnuyfirlýsingu sína í gær.Vísir/Vilhelm Fram kom í máli formannanna á blaðamannafundi í gær að ekki standi til að gera miklar breytingar miðað við það sem lagt er upp með í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Inga Sæland var þá innt eftir svörum við því hvenær landsmenn gætu farið að sjá verk nýrrar ríkisstjórnar almennilega í verki. Það segir Inga til að mynda gerast með löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sömuleiðis þegar hagsmunafullrúi eldra fólks taki til starfa nefndi Inga líka sem dæmi og þá þegar 48 daga strandveiðar verði gerðar að veruleika í sumar sem muni „koma til móts við blæðandi sjávarplássin okkar,“ að sögn Ingu. Sökuðu hvort annað um bull og skæting Benti þáttarstjórnandi Ingu þá á að svoleiðis væri það þegar, gert væri ráð fyrir 48 dögum til strandveiða með lögum þegar. „Hættu að bulla þetta Kristján, lestu þetta Kristján,“ sagði Inga. Það sagðist Kristján þegar hafa gert en velti fyrir sér hvort Inga hafi lesið lögin sjálf. „Ég er búin að berjast fyrir þessu eins og rjúpa við staurinn og algjörlega í andstöðu við þá stóru sem vilja bara þurrka hreinlega upp þennan litla félagslega pott, 5,3% af strandveiðunum. Þú verður að kynna þér þetta pínulítið betur,“ sagði Inga og benti á að strandveiðar hafi verið stöðvaðar áður en 48 dagar voru liðnir í sumar þar sem potturinn hafi verið búinn. „Þú ert að auka kvótann með öðrum orðum?“ spurði Kristján þá en Inga sagðist frekar eiga við tilfærslu á veiðiheimildum. „Það er ýmislegt þarna inni í kannski sem að þú veist allt um fyrst að þú ert svona klókur í þessu,“ sagði Inga þá við þáttarstjórnanda en óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar. Það fer vel á með þeim Þorgerði, Kristrúnu og Ingu sem voru til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Vísir/Vilhelm „Vert þú ekki með þennan skæting við mig, vertu ekki með þennan skæting. Ég er að spyrja þig, ert þú þá að fara að auka kvóta ef þú ætlar að veiða í 48 daga þar sem það gekk miklu hraðar?“ svaraði Kristján fullum hálsi. Ítrekaði Inga þá að hún vildi gera tilfærslu í kerfinu, ekki aðeins með því að færa kvóta. „Og ýmislegt annað, eins og byggðakvóti og skel og rækjubætur og annað sem er fyrir utan þennan pott. Við ætlum að reyna að nýta það til þess að tryggja og fylgja því eftir þessum 48 dögum,“ sagði Inga. Þorgerður Katrín tók þá til máls og sagði fyrirhugaðar breytingar einnig hugsaðar til að stuðla að öryggi í greininni. „Að fólk verði ekki pínt út þegar það er bræla og vont veður. Þetta eru líka breytingar í þágu öryggis fólksins okkar á landinu,“ sagði Þorgerður. Leiðtogarnir fóru um víðan völl í viðtalinu sem má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Sprengisandur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Forystukonur ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján opnaði þáttinn með því að vekja máls á því að stefnuyfirlýsing flokkanna þriggja sem kynnt var í gær væri svolítið opin og margt ekki mjög nákvæmt sem þar kemur fram. Margt óútfært en fréttnæmt þó Kristrún tók undir það að margt væri ekki að fullu útfært í yfirlýsingunni. „Þetta er stefnuyfirlýsing og þetta eru auðvitað sameiginleg markmið. Sumt er útfærðara en annað það er alveg rétt. En þetta er kannski líkara því sem áður var, þar sem að samstarf var byggt á trausti og virðingu og sameiginlegum markmiðum og það þurfti ekki að skrifa tugi blaðsíðna til að binda hendur hvers einasta flokks og hvers einasta ráðherra til að fylgja því þannig eftir,“ sagði Kristrún. Engu að síður sé margt fréttnæmt að finna í sáttmálanum. Traustið þeirra á milli sé það sem skipti mestu máli og einnig það að þær séu sammála um staðreyndir. Óljóst hvað átt er við með „réttlátum auðlindagjöldum“ Kristrún vildi jafnframt meina að yfirlýsingin væri mjög skýr hvað varðar auðlindamál. Þáttarstjórnandi gerði þá athugasemd við hugtakið „réttlátt auðlindagjald,“ hugtak sem sé „eitt óskýrasta hugtak sem verið hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarin mörg ár,“ líkt og Kristján orðaði það og kallaði eftir nánari skýringum. Þessu svaraði Kristrún til með því að segja að þar væri um að ræða hærri auðlindagjöld. „Ef fólk ætlar að telja sig niður á eina tölu akkúrat núna, þá erum við komin svolítið fram úr okkur,“ sagði Kristrún sem vildi ekkert nánar gefa upp um það hversu mikið ríkisstjórnin hyggst hækka auðlindagjöld. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynntu stefnuyfirlýsingu sína í gær.Vísir/Vilhelm Fram kom í máli formannanna á blaðamannafundi í gær að ekki standi til að gera miklar breytingar miðað við það sem lagt er upp með í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Inga Sæland var þá innt eftir svörum við því hvenær landsmenn gætu farið að sjá verk nýrrar ríkisstjórnar almennilega í verki. Það segir Inga til að mynda gerast með löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sömuleiðis þegar hagsmunafullrúi eldra fólks taki til starfa nefndi Inga líka sem dæmi og þá þegar 48 daga strandveiðar verði gerðar að veruleika í sumar sem muni „koma til móts við blæðandi sjávarplássin okkar,“ að sögn Ingu. Sökuðu hvort annað um bull og skæting Benti þáttarstjórnandi Ingu þá á að svoleiðis væri það þegar, gert væri ráð fyrir 48 dögum til strandveiða með lögum þegar. „Hættu að bulla þetta Kristján, lestu þetta Kristján,“ sagði Inga. Það sagðist Kristján þegar hafa gert en velti fyrir sér hvort Inga hafi lesið lögin sjálf. „Ég er búin að berjast fyrir þessu eins og rjúpa við staurinn og algjörlega í andstöðu við þá stóru sem vilja bara þurrka hreinlega upp þennan litla félagslega pott, 5,3% af strandveiðunum. Þú verður að kynna þér þetta pínulítið betur,“ sagði Inga og benti á að strandveiðar hafi verið stöðvaðar áður en 48 dagar voru liðnir í sumar þar sem potturinn hafi verið búinn. „Þú ert að auka kvótann með öðrum orðum?“ spurði Kristján þá en Inga sagðist frekar eiga við tilfærslu á veiðiheimildum. „Það er ýmislegt þarna inni í kannski sem að þú veist allt um fyrst að þú ert svona klókur í þessu,“ sagði Inga þá við þáttarstjórnanda en óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar. Það fer vel á með þeim Þorgerði, Kristrúnu og Ingu sem voru til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Vísir/Vilhelm „Vert þú ekki með þennan skæting við mig, vertu ekki með þennan skæting. Ég er að spyrja þig, ert þú þá að fara að auka kvóta ef þú ætlar að veiða í 48 daga þar sem það gekk miklu hraðar?“ svaraði Kristján fullum hálsi. Ítrekaði Inga þá að hún vildi gera tilfærslu í kerfinu, ekki aðeins með því að færa kvóta. „Og ýmislegt annað, eins og byggðakvóti og skel og rækjubætur og annað sem er fyrir utan þennan pott. Við ætlum að reyna að nýta það til þess að tryggja og fylgja því eftir þessum 48 dögum,“ sagði Inga. Þorgerður Katrín tók þá til máls og sagði fyrirhugaðar breytingar einnig hugsaðar til að stuðla að öryggi í greininni. „Að fólk verði ekki pínt út þegar það er bræla og vont veður. Þetta eru líka breytingar í þágu öryggis fólksins okkar á landinu,“ sagði Þorgerður. Leiðtogarnir fóru um víðan völl í viðtalinu sem má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Sprengisandur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira