Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 11:42 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín munu leiða nýja ríkisstjórn. Vísir/Einar Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Á fundinum verður kynnt stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og greint frá skipan ráðherra,“ segir í tilkynningu. Þá segir að skrifstofa forseta Íslands veiti upplýsingar um ríkisráðsfundi. „Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn, sem hefur þegar verið kennd við valkyrjur. Þá mun Viðreisn fá utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, og Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið. Hvað er Hafnarborg? Hafnarborg er við Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Um er að ræða menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar sem var stofnuð árið 1983. Þar er einnig aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar. Á síðu safnsins segir að húsið hafi upphaflega verið hannað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt, fyrir Sören Kampmann lyfsala sem bjó í húsinu og rak apótek frá árinu 1921. Sverrir Magnússon tók síðan við húsinu og rekstrinum árið 1947. Það voru hjónin Sverrir og lyfjafræðingurinn Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem gáfu Hafnarfjarðarbæ húsið og kváðu á um að þar skyldi starfrækt menningarstofnun. Hafnarborg var formlega vígð árið 1988, en þá var búið að reisa viðbyggingu sem var hönnuð af Ingimar H. Ingimarssyni, arkitekt. Hafnarborg í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í gær að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups væri umrætt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins það sem langflestir svarendur hefðu áhuga á að sjá. Þá sögðust flestir sáttir við niðurstöður alþingiskosninganna. Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
„Á fundinum verður kynnt stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og greint frá skipan ráðherra,“ segir í tilkynningu. Þá segir að skrifstofa forseta Íslands veiti upplýsingar um ríkisráðsfundi. „Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn, sem hefur þegar verið kennd við valkyrjur. Þá mun Viðreisn fá utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, og Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið. Hvað er Hafnarborg? Hafnarborg er við Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Um er að ræða menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar sem var stofnuð árið 1983. Þar er einnig aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar. Á síðu safnsins segir að húsið hafi upphaflega verið hannað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt, fyrir Sören Kampmann lyfsala sem bjó í húsinu og rak apótek frá árinu 1921. Sverrir Magnússon tók síðan við húsinu og rekstrinum árið 1947. Það voru hjónin Sverrir og lyfjafræðingurinn Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem gáfu Hafnarfjarðarbæ húsið og kváðu á um að þar skyldi starfrækt menningarstofnun. Hafnarborg var formlega vígð árið 1988, en þá var búið að reisa viðbyggingu sem var hönnuð af Ingimar H. Ingimarssyni, arkitekt. Hafnarborg í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í gær að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups væri umrætt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins það sem langflestir svarendur hefðu áhuga á að sjá. Þá sögðust flestir sáttir við niðurstöður alþingiskosninganna.
Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent