Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 23:16 Youssoufa Moukoko er nú í láni hjá franska félaginu Nice frá þýska félaginu Borussia Dortmund. Getty/Marco Steinbrenner Mikið var látið með Youssoufa Moukoko á sínum tíma þegar hann sló metið yfir yngsta leikmanninn í sögu Meistaradeildar karla í fótbolta. Nýr þýskur heimildaþáttur hefur kannað betur fæðingardag Moukoko og komist að því að hann er mögulega fjórum árum eldri en allir héldu. Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben ræddi við Joseph Moukoko, sem allir héldu að væri faðir Youssoufa. Joseph viðurkennir þar að Youssoufa sé ekki sonur hans og að hann sé ekki fæddur 20. nóvember 2004 heldur 19. júlí 2000. Joseph segist einnig hafa falsað gögn um fæðingardag stjúpsonar síns. „Við gerðum það svo að hann ætti meiri mögulega í evrópska fótboltanum,“ sagði Joseph Moukoko í þættinum. Bein Sports fjallar um málið. Sé þetta rétt þá á hann ekki lengur metið yfir þann yngsta til að spila í Meistaradeildinni, met sem hann eignaðist í desember 2020 sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann var þá líka yfir aldursmörkum þegar hann tók þátt U17 móti með Dortmund árið 2018 og þegar hann hjálpaði 21 ára liði Þjóðverja að vinna Evrópumeistaratitilinn árið 2021. Borussia Dortmund telur að það hafi öll gögn undir höndunum sem sýndu fram á að Youssoufa væri fæddur árið 2004. „Skráningar leikmannsins og öll keppnisleyfi hans voru byggð á opinberum gögnum stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Bild hafði áður leitað að en ekki fundið nein gögn um að Youssoufa hefði fæðst árið 2004. Blaðið fann aftur á móti upplýsingar um Youssoufa Mohamadou sem fæddist árið 2000. Hann var þá skráður sonur leigubílstjórans Ousman Mohamadou. Youssoufa á enn metið yfir að vera yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í þýsku deildinni og hann er svo líka sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben ræddi við Joseph Moukoko, sem allir héldu að væri faðir Youssoufa. Joseph viðurkennir þar að Youssoufa sé ekki sonur hans og að hann sé ekki fæddur 20. nóvember 2004 heldur 19. júlí 2000. Joseph segist einnig hafa falsað gögn um fæðingardag stjúpsonar síns. „Við gerðum það svo að hann ætti meiri mögulega í evrópska fótboltanum,“ sagði Joseph Moukoko í þættinum. Bein Sports fjallar um málið. Sé þetta rétt þá á hann ekki lengur metið yfir þann yngsta til að spila í Meistaradeildinni, met sem hann eignaðist í desember 2020 sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann var þá líka yfir aldursmörkum þegar hann tók þátt U17 móti með Dortmund árið 2018 og þegar hann hjálpaði 21 ára liði Þjóðverja að vinna Evrópumeistaratitilinn árið 2021. Borussia Dortmund telur að það hafi öll gögn undir höndunum sem sýndu fram á að Youssoufa væri fæddur árið 2004. „Skráningar leikmannsins og öll keppnisleyfi hans voru byggð á opinberum gögnum stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Bild hafði áður leitað að en ekki fundið nein gögn um að Youssoufa hefði fæðst árið 2004. Blaðið fann aftur á móti upplýsingar um Youssoufa Mohamadou sem fæddist árið 2000. Hann var þá skráður sonur leigubílstjórans Ousman Mohamadou. Youssoufa á enn metið yfir að vera yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í þýsku deildinni og hann er svo líka sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira