Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 14:14 Arion banki og Alvotech hafa tekið hvetningu Einars til greinar. Benedikt Gíslason, til vinstri, er bankastjóri Arion banka og Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. vísir Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. Alvotech tilkynnti í morgun um áform um að stofna þrjá leikskóla til þess að létta undir með starfsmönnum félagsins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um opnun daggæslu fyrir börn starfsmanna í höfuðstöðvum bankans. Einar segir í færslu á Facebook að á Viðskiptaþingi í vor hafi hann hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið. „Fyrirtæki eiga enda mikla hagsmuni undir að fá starfsfólk til baka úr fæðingarorlofi á réttum tíma.“ Fleiri verkefni í pípunum Einar segir að upp úr því hafi sprottið samtal við Alvotech. Undanfarna mánuði hafi þau hjá borginni átt gott samstal við Alvotech og fleiri atvinnurekendur um stofnun leikskóla eða daggæsluúrræða, líkt og það sem Arion banki setti á fót á dögunum. Munu starfa eftir menntastefnu borgarinnar Þá segir hann að aðalatriðið sé að leikskólinn sé metnaðarfullur og að gæði í skólastarfi verði tryggð. Starfað verði eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar. Enn standi yfir samningaviðræður um hvernig svona leikskóli verður útfærður en þær séu í góðum farvegi. „Allt gengur þetta út á að fjölga leiðum til að brúa bilið og veita börnum og barnafjölskyldum öryggi, þjónustu og góða menntun.“ Uppfært: Einar hefur bætt við færslu sína á Facebook. Þar kemur nú fram að gert sé ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík eigi kost á leikskólaplássi í skólunum. Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Alvotech tilkynnti í morgun um áform um að stofna þrjá leikskóla til þess að létta undir með starfsmönnum félagsins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um opnun daggæslu fyrir börn starfsmanna í höfuðstöðvum bankans. Einar segir í færslu á Facebook að á Viðskiptaþingi í vor hafi hann hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið. „Fyrirtæki eiga enda mikla hagsmuni undir að fá starfsfólk til baka úr fæðingarorlofi á réttum tíma.“ Fleiri verkefni í pípunum Einar segir að upp úr því hafi sprottið samtal við Alvotech. Undanfarna mánuði hafi þau hjá borginni átt gott samstal við Alvotech og fleiri atvinnurekendur um stofnun leikskóla eða daggæsluúrræða, líkt og það sem Arion banki setti á fót á dögunum. Munu starfa eftir menntastefnu borgarinnar Þá segir hann að aðalatriðið sé að leikskólinn sé metnaðarfullur og að gæði í skólastarfi verði tryggð. Starfað verði eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar. Enn standi yfir samningaviðræður um hvernig svona leikskóli verður útfærður en þær séu í góðum farvegi. „Allt gengur þetta út á að fjölga leiðum til að brúa bilið og veita börnum og barnafjölskyldum öryggi, þjónustu og góða menntun.“ Uppfært: Einar hefur bætt við færslu sína á Facebook. Þar kemur nú fram að gert sé ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík eigi kost á leikskólaplássi í skólunum.
Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00