„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 06:53 Ef horft er út um stofugluggana blasir ekkert við nema útveggur vöruhússins og svona er útsýnið af svölunum. Vísir/Bjarni „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira