Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:26 Per-Mathias Högmo virðist koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Hiroki Watanabe Norski þjálfarinn Per-Mathias Högmo gæti orðið næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta og þar með fjórði erlendi Norðurlandabúinn á síðasta áratug til að stýra liðinu. Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn