Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:26 Per-Mathias Högmo virðist koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Hiroki Watanabe Norski þjálfarinn Per-Mathias Högmo gæti orðið næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta og þar með fjórði erlendi Norðurlandabúinn á síðasta áratug til að stýra liðinu. Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira