Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2024 10:08 Bakka-Búðin á Reykhólum er sú verslun sem hlýtur hæstan styrk. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Sex verslanir í dreifbýli fá úthlutað samtals sautján milljónum í verkefnastyrk frá hinu opinbera sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036. Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi innviðaráðherra, hefur staðfest tillögu valnefndar þess efnis en greint er frá úthlutuninni í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Hæstan rekstrarstyrk fær Bakka-Búðin ehf. á Reykhólum eða fimm milljónir króna. Þá fá Verzlunarfélag Árneshrepps og Gunnubúð ehf. á Raufarhöfn þrjár milljónir hver, annars vegar í rekstrarstyrk en Gunnubúð fær styrk til endurbóta. Hríseyjarbúðin fær 2,5 milljónir í styrk til endurbóta og sjálfvirknivæðingar og Verslunarfélag Drangsness fær tvær milljónir í rekstarstyrk. Loks hlýtur North East Travel ehf. á Bakkafirði eina og hálfa milljón í rekstrarstyrk. Alls sóttu verslanirnar sex um styrk fyrir 41,8 milljónir en heildarúthlutun nemur aðeins sautján milljónum. „Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar,” segir um verkefnið í tilkynningu ráðuneytisins. Í valnefndinni sem fór yfir umsóknir og gerði tillögu til ráðherra sátu Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun og formaður nefndarinnar, og Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun starfaði jafnframt með nefndinni. Reykhólahreppur Árneshreppur Norðurþing Hrísey Kaldrananeshreppur Byggðamál Verslun Matvöruverslun Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi innviðaráðherra, hefur staðfest tillögu valnefndar þess efnis en greint er frá úthlutuninni í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Hæstan rekstrarstyrk fær Bakka-Búðin ehf. á Reykhólum eða fimm milljónir króna. Þá fá Verzlunarfélag Árneshrepps og Gunnubúð ehf. á Raufarhöfn þrjár milljónir hver, annars vegar í rekstrarstyrk en Gunnubúð fær styrk til endurbóta. Hríseyjarbúðin fær 2,5 milljónir í styrk til endurbóta og sjálfvirknivæðingar og Verslunarfélag Drangsness fær tvær milljónir í rekstarstyrk. Loks hlýtur North East Travel ehf. á Bakkafirði eina og hálfa milljón í rekstrarstyrk. Alls sóttu verslanirnar sex um styrk fyrir 41,8 milljónir en heildarúthlutun nemur aðeins sautján milljónum. „Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar,” segir um verkefnið í tilkynningu ráðuneytisins. Í valnefndinni sem fór yfir umsóknir og gerði tillögu til ráðherra sátu Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun og formaður nefndarinnar, og Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun starfaði jafnframt með nefndinni.
Reykhólahreppur Árneshreppur Norðurþing Hrísey Kaldrananeshreppur Byggðamál Verslun Matvöruverslun Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira