Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 10:34 Eins og sjá má er Michail Antonio hreinlega heppinn að vera á lífi eftir slysið, því bíllinn hans gjöreyðilagðist. Twitter/Getty Fótboltamaðurinn Michail Antonio, leikmaður West Ham og jamaíska landsliðsins, verður lengi frá keppni eftir hræðilegt bílslys um helgina. „Hvar er ég? Hvað er að gerast? Í hvaða bíl er ég?“ á Antonio að hafa spurt vegfaranda sem kom honum til hjálpar, eftir að þessi 34 ára framherji lenti í hræðilegu bílslysi á laugardaginn. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan skemmdist Ferrari-bifreið hans afar illa og þurfti að klippa Antonio út úr bílnum. West Ham greindi frá því í gær að hann hefði fótbrotnað við áreksturinn en að hann hefði nú gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi. „Allir hjá félaginu óska Michail skjóts bata og þakkar fótboltafjölskyldunni innilega fyrir þann mikla stuðning sem sýndur hefur verið eftir fréttir gærdagsins,“ sagði í yfirlýsingu West Ham þar sem sjúkrafólki og öðrum sem fyrst komu á vettvang var einnig þakkað sérstaklega. 𝐂𝐥𝐮𝐛 𝐒𝐭𝐚𝐭𝐞𝐦𝐞𝐧𝐭 - 𝐌𝐢𝐜𝐡𝐚𝐢𝐥 𝐀𝐧𝐭𝐨𝐧𝐢𝐨 𝐔𝐩𝐝𝐚𝐭𝐞West Ham United can confirm Michail Antonio has undergone surgery on a lower limb fracture following a road traffic accident on Saturday afternoon.Michail will continue to be monitored in hospital over… pic.twitter.com/vg7vQbjssU— West Ham United (@WestHam) December 8, 2024 Breskir miðlar, til að mynda The Guardian og The Sun, segja að Antonio, sem er 34 ára og fjögurra barna faðir, verði frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Hann verður áfram á sjúkrahúsi næstu daga þar sem fylgst verður áfram með líðan hans. Ljóst er að Antonio verður hvergi nálægt þegar West Ham mætir Wolves í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til Hamranna frá Nottingham Forest árið 2015 og hefur skorað 83 mörk og átt 41 stoðsendingu, í 323 leikjum. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
„Hvar er ég? Hvað er að gerast? Í hvaða bíl er ég?“ á Antonio að hafa spurt vegfaranda sem kom honum til hjálpar, eftir að þessi 34 ára framherji lenti í hræðilegu bílslysi á laugardaginn. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan skemmdist Ferrari-bifreið hans afar illa og þurfti að klippa Antonio út úr bílnum. West Ham greindi frá því í gær að hann hefði fótbrotnað við áreksturinn en að hann hefði nú gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi. „Allir hjá félaginu óska Michail skjóts bata og þakkar fótboltafjölskyldunni innilega fyrir þann mikla stuðning sem sýndur hefur verið eftir fréttir gærdagsins,“ sagði í yfirlýsingu West Ham þar sem sjúkrafólki og öðrum sem fyrst komu á vettvang var einnig þakkað sérstaklega. 𝐂𝐥𝐮𝐛 𝐒𝐭𝐚𝐭𝐞𝐦𝐞𝐧𝐭 - 𝐌𝐢𝐜𝐡𝐚𝐢𝐥 𝐀𝐧𝐭𝐨𝐧𝐢𝐨 𝐔𝐩𝐝𝐚𝐭𝐞West Ham United can confirm Michail Antonio has undergone surgery on a lower limb fracture following a road traffic accident on Saturday afternoon.Michail will continue to be monitored in hospital over… pic.twitter.com/vg7vQbjssU— West Ham United (@WestHam) December 8, 2024 Breskir miðlar, til að mynda The Guardian og The Sun, segja að Antonio, sem er 34 ára og fjögurra barna faðir, verði frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Hann verður áfram á sjúkrahúsi næstu daga þar sem fylgst verður áfram með líðan hans. Ljóst er að Antonio verður hvergi nálægt þegar West Ham mætir Wolves í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til Hamranna frá Nottingham Forest árið 2015 og hefur skorað 83 mörk og átt 41 stoðsendingu, í 323 leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira