Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 11:33 Orri Steinn Óskarsson er aðeins tvítugur en var markahæstur Íslands í Þjóðadeildinni í haust með þrjú mörk í sex leikjum. vísir/Hulda Margrét Meðalaldur leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á þessu ári var einn sá lægsti hjá landsliðunum 54 í Evrópu. Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira