„Við erum málamiðlunarflokkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2024 12:28 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins segir fundi með Viðreisn og Samfylkingunni ganga vel. Hann segir ófrávíkjanlega kröfu flokksins að stefna að því að útrýma fátækt á Íslandi. Flokkurinn sé þó málamiðlunarflokkur. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent