Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 06:33 Lögreglan í New York hefur lýst eftir manninum og heitið peningaverðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og sakfellingar. NYPD/AP Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögregla hefur notast við dróna, þyrlur og leitarhunda til þess að hafa hendur í hári morðingjans, en morðið náðist á upptöku frá nokkrum sjónarhornum í öryggismyndavélum. Þar sést maðurinn koma aftan að Thompson og skjóta hann ítrekað í bakið með skammbyssu. Aðrar myndavélar náðu flótta mannsins, sem hjólaði inn í Central Park-almenningsgarðinn áður en honum tókst að hylja slóð sína. Vanur að meðhöndla skotvopn Lögreglu hefur ekki enn tekist að hafa uppi á manninum, en Jessica Tisch, lögreglustjóri New York-borgar, segir að þrátt fyrir að ástæða morðsins liggi ekki fyrir sé ljóst að ekki hafi verið um handahófskenndan glæp að ræða. Fjöldi fólks hafi gengið fram hjá byssumanninum áður en hann lét til skarar skríða og skaut Thompson. Maðurinn sé, af myndbandsupptökunum að dæma, þaulvanur meðferð skotvopna. Það sjáist meðal annars á því að honum hafi tekist að bregðast hratt og fumlaust við því þegar byssa hans bilaði í miðri árás. Lögreglan hefur gefið út þó nokkrar myndir af manninum úr öryggismyndavélum, og lofað peningaverðlaunum upp að 10 þúsund dollurum, tæplega 1,4 milljónum króna, fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku og sakfellingar mannsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögregla hefur notast við dróna, þyrlur og leitarhunda til þess að hafa hendur í hári morðingjans, en morðið náðist á upptöku frá nokkrum sjónarhornum í öryggismyndavélum. Þar sést maðurinn koma aftan að Thompson og skjóta hann ítrekað í bakið með skammbyssu. Aðrar myndavélar náðu flótta mannsins, sem hjólaði inn í Central Park-almenningsgarðinn áður en honum tókst að hylja slóð sína. Vanur að meðhöndla skotvopn Lögreglu hefur ekki enn tekist að hafa uppi á manninum, en Jessica Tisch, lögreglustjóri New York-borgar, segir að þrátt fyrir að ástæða morðsins liggi ekki fyrir sé ljóst að ekki hafi verið um handahófskenndan glæp að ræða. Fjöldi fólks hafi gengið fram hjá byssumanninum áður en hann lét til skarar skríða og skaut Thompson. Maðurinn sé, af myndbandsupptökunum að dæma, þaulvanur meðferð skotvopna. Það sjáist meðal annars á því að honum hafi tekist að bregðast hratt og fumlaust við því þegar byssa hans bilaði í miðri árás. Lögreglan hefur gefið út þó nokkrar myndir af manninum úr öryggismyndavélum, og lofað peningaverðlaunum upp að 10 þúsund dollurum, tæplega 1,4 milljónum króna, fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku og sakfellingar mannsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50