Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 16:51 Deilu Atla Viðars og Reynis fyrir dómstólum er lokið. Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar fóru í mál við Reyni og Sólartún, útgáfufélag Mannlífs. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla sérstaklega um frétt sem skrifuð var á vef Mannlífs upp úr minningargrein Atla Viðars í Morgunblaðinu um bróður hans. Voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla. Minningargrein hans hefði verið birt í óþökk hans, nafn hans sem höfundar hefði ekki verið getið og greinin birt í öðru samhengi en höfundur hefði kosið. Var það niðurstaða Landsréttar að Reynir og Sólartún hefðu brotið gegn sæmdarrétti Atla Viðars og hann talinn eiga rétt á 300 þúsund króna miskabótum á grundvelli höfundarlaga frá Reyni og Sólartúns. Þá þyrfti Reynir og Sólartún að kosta birtingu dómsorðanna í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Atli Viðar var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt Mannlífs hefði falið í sér ólögmæta meingerð. „Reynir Traustason hefur gefist upp á að reyna að áfrýja málsókn minni gegn honum til Hæstaréttar; málinu mínu lýkur með fullnaðarsigri mínum. Þannig lýkur þessum ömurlega kafla í mínu lífi,“ segir Atli Viðar í færslu á X og þakkar fyrir að þessum ömurlega kafla í lífi hans sé lokið. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26 Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar fóru í mál við Reyni og Sólartún, útgáfufélag Mannlífs. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla sérstaklega um frétt sem skrifuð var á vef Mannlífs upp úr minningargrein Atla Viðars í Morgunblaðinu um bróður hans. Voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla. Minningargrein hans hefði verið birt í óþökk hans, nafn hans sem höfundar hefði ekki verið getið og greinin birt í öðru samhengi en höfundur hefði kosið. Var það niðurstaða Landsréttar að Reynir og Sólartún hefðu brotið gegn sæmdarrétti Atla Viðars og hann talinn eiga rétt á 300 þúsund króna miskabótum á grundvelli höfundarlaga frá Reyni og Sólartúns. Þá þyrfti Reynir og Sólartún að kosta birtingu dómsorðanna í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Atli Viðar var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt Mannlífs hefði falið í sér ólögmæta meingerð. „Reynir Traustason hefur gefist upp á að reyna að áfrýja málsókn minni gegn honum til Hæstaréttar; málinu mínu lýkur með fullnaðarsigri mínum. Þannig lýkur þessum ömurlega kafla í mínu lífi,“ segir Atli Viðar í færslu á X og þakkar fyrir að þessum ömurlega kafla í lífi hans sé lokið. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26 Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26
Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30